Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1933, Qupperneq 17

Náttúrufræðingurinn - 1933, Qupperneq 17
NÁTTÚRUFR. 79 minnst nokkuð á fáeina vatnabúa. Sumir þeirra eru góðkunningj- nr almennings. Kafarinn. Allir þekkja brunnklukkuna, ræningjann, sem .syndir eins og kólfi sé skotið gegnum vatnið, í nánd við botninn, en skýzt upp við og við til þess að sækja sér loft. — Dýrið er klætt brynju úr hörðu efni, er nefnist kítín, slétt og gljáandi að utan. Vöxturinn er sniðinn eftir vatnalífinu, og byggingin öll. Kafarinn hefir sex fætur, eins og önnur skordýr. Framfæturnir eru með heftiflögum, til þess að ná föstum tökum með, en mið- íæturnir eru til þess að klifra á plöntum og halda dýrum föstum, og bakfæturnir eða öftustu fæturnar eru nokkurs konar árar. Þeir eru sundlimir með sterkum vöðvum. Sé skjaldvængjunum lyft upp lítið eitt, koma í ljós himnu- kenndir og þunnir flugvængir, samanbrotnir undir þeim. Þroski flugvængjanna skýrir frá mörgu. Er þröngt verður í búi og þéttbýlt í smápollum, er brunnklukkurnar halda til í, yfirgefa sumar þeirra heimkynni sín og leita nýrra vatna og stofna þar nýlendur. Þær fljúga þá langar leiðir til ókunnra staða á kyrr- um nóttum. Þá skjátlast þeim stundum, og varpa sér niður á glerþök vermireitanna eða skyggða hluti, er þær hyggjs að sé vatn. — Bjöllurnar anda gegnum andop á hliðunum. Andopin eru um- kringd af stífum hárum, er halda óhreinindum frá, en geta einnig lokast með himnu. Frá þessum opum liggja svo öndunarfærin og greinast um líkama dýrsins eins og tré. Greinarnar eru holar inn- an og enda í þunnveggjuðum blöðrum. Andpípur þessar hafa „stoðgorma", sem eru úrsama efni og brynjan; halda þeir pípun- um í sundur og gera þær beygjanlegar og stæltar. — En brunn- klukkan hefir andop sín á bakinu undir vængjunum. Tvö þau öft- ustu eru stærst og í sambandi við þau eru loftgeymar, sem dýrið fyllir lofti, er það kemur upp. Til þess að geta andað, þarf brunn- klukkan aðeins að lyfta afturendanum upp úr, þenja líkamann og draga hann saman. Loftforðinn endist að meðaltali í 8 mínútur, en getur enzt miklu lengur, 18—20 mínútur. Fálmararnir á höfðinu eru hliðstæðir veiðihárum kattarins. Bitkrókarnir grípa saman frá hliðunum, og eru öflug vopn. — Kjálkarnir eru með tveimur liðuðum þuklurum. Á neðri vörinni eru einnig tveir þuklarar, sem taka fæðuna og rétta hana inn í munninn. Mega þeir skoðast sem einskonar hendur. Augun eru stór og er hvert þeirra samsett af þúsundum smáaugna, er hvert hefir sérstakan augastein, og má ætla, að hvert smáauga skapi sína

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.