Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 31
NÁTTÚRUFR. 93 þá, að hver hreppur yrði sérstakt hérað, og með byggðunum fylgdu fjallgarðar á milli dala, svo langt sem dalir ná og næstu afréttarlönd. Yrðu mörk á milli rannsóknarhéraða á fjallgörð- um þar sem vötn deila. Með þessu yrðu rannsóknarhéruðin í byggðum landsins rúm 200, en gera má ráð fyrir að þau yrðu eitthvað færri, því að litlum hreppum má slá saman í eitt hérað. Héruðin verða tölumerkt, og tel eg heppilegast að merkja þau í sömu röð og hreppar eru taldir í Fasteignabókinni nýju, þannig að byrjað sé austast í Rangárvallasýslu, svo að Austur-Eyjaf jalla- hreppur verði nr. 1, og haldið síðan vestur og norður fyrir land, og endað á Dyrhólahreppi. Það sem ráðið hefir því, að eg kýs að hafa hvern hrepp sem rannsóknarhérað er, að til þess að gott yfirlit fáist, er nauðsynlegt að héruðn séu fremur smá. Að vísu verður þá erfiðara að vinna úr söfnum þeim er inn koma, en ár- angurinn er miklu betri. Eins er líka auðveldara að fá sjálfboða- liða til að' skoða lítið hérað en stórt. En það sem mestu réði er, að hverjum fulltíða manni eru kunnug takmörk hreppsins, er hann býr í, og er það mikill kostur meðan ekki er hægt að prenta kort með öllum héraðamörkum. Enn hefi eg eigi til fullnustu hugsað mér, hvernig skifta mætti meginhálendi landsins, en þar mega héruðin vera miklu stærri, og verða helzt að takmarkast af ám og vötnum og öðrum náttúrulegum takmörkum. Öræfin verða heldur eigi skoðuð nema með því að gera út sérstaklega leiðangra þar til, en eigi með hjáverkastörfum fórnfúsra sjálfboðaliða. Með greinarkorni þessu beini eg því þeim tilmælum til allra þeirra manna, er náttúrufræði unna hér á landi og einhvern tíma hafa aflögu, hvort þeir sjái sér ekki fært að taka til gróðurathug- nnar eitthvert rannsóknarhérað, einn eða fleiri hreppa. Sízt af öllu er til þess ætlast, að skoðunin verði framkvæmd á einu ári, heldur verði smám saman unnið að þessu. Starf sem þetta heimtar fórnfýsi þeirra er að því vinna, því að launa er ekki að vænta annara en skemmtunar af vel unnu starfi. Ef einhverjir skyldi vilja sinna þessu nú þegar, bið eg þá að láta mig vita um það sem fyrst, mun eg þá senda þeim nánari fyrirmæli um hvernig starfinu skuli háttað og svar við fyrir- spurnum þar að lútandi. Eins væri mér kært, ef einhverjir, sem ættu í fórum sínum plöntulista með nákvæmt tilgreindum fund- arstöðum, vildu senda þá til yfirlestrar. Treysti eg því fastlega, að Flóra eigi svo marga fórnfúsa unnendur víðs vegar um land, að takast megi að hef ja verk þetta nú með komanda sumri. Akureyri, á síðasta vetrardag 1933.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.