Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 21

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 21
jN'ÁTTÚRUFR. 83 um að ræða reglulegt „interglasialt"1) skeið, að loftslag landsins hefði hlýnað til stórra muna meðan skeljalögin mynduðust. Á síðastliðnum vetri hefi eg nokkrum sinnum gengið með- fram Fossvogs-bökkunum og reynt að gera mér sjálfstæða grein fyrir myndun þeirra. Eg hefi safnað þaðan nokkru af sædýra- leifum. Við athugun á því, er ritað hefir verið um bakkana, kom í ljós, að tvær þeirra tegunda, sem eg hefi fundið, eru óþekktar þaðan áður, eða að minnsta kosti er ekki um þær getið. Mér þótti því hlýða, að skýra frá þessum fundi, einkum þar eð önnur hinna nýfundnu tegunda bendir ótvírætt á sjávarhita, sem ekki hef- ir verið til muna lægri en hann er nú við strendur landsins. Þessar nýfundnu tegundir eru: 1. Kúskel (Cyprina islandica, L.) og 2. Hrukkubúlda (Axinus flexuosus, Montagu), og verður síðar talað nánar um þær. Um jarðlagaskipun bakkanna í heild vísa eg til ritgerðar ■dr. Helga (5,c.), en sá hluti bakkanna, sem í sjó er myndaður, verðskuldar þó nánari athugun. Bæði próf. Thoroddsen (11,c.) og dr. Helgi (5,c.) (o. fl. 8.) geta þess, að bakkarnir séu lagskiptir. Eru lögin gleggst og minnst trufluð austast í bökkunum eða vestanvert við vogsbotninn. Ef lögin eru athuguð, kemur í ljós, að þau hafa á sér öll einkenni hvarfleirs. Þannig má með gætni greina hvernig kornastærðin fer minnkandi upp á við í hverju lagi. Víðast hvar virðist mega greina á milli árshvarfanna, þótt ekki sé það alls staðar jafn auð- velt. Eg hefi reynt að mæla lögin á nokkrum stöðum, þannig, að eg hefi ekki valið lengra á milli mælingastaðanna en svo, að eg hefi getað íylgt glöggu lagi á milli þeirra. Við samanburð á mælingunum kom óbrigðult samræmi fram á milli hvarfþykkt- anna. — í þessu sambandi vildi eg mega minna á, að víðar á íslandi þekkist ,,interglasial“ hvarfleir. Eg hefi t. d. fundið hann skammt fyrir norðan Mallöndin á Skaga. Það mun einnig vera hvarfleir, sem Helgi Péturss talar um frá Ki’óksbjargi og víðar (5,b.). Bent hefir verið á, hve mælingar á „interglasiölum“ og ,,forlagsiölum“2) hvarfleir væri mikils virði fyrir jökultímarann- sóknir (4.). x) íslaust tímabil á milli tveggja ís-skeiða. 2) A undan jökultímanum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.