Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 18

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 18
80 NÁTTÚRUFR. sjálfstæðu mynd af umhverfinu, en myndirnar renni síðan saman í eina heild, er dýrið skynjar. Kvendýrið kemur eggjum sínum fyrir undir húðinni á blaði einhverrar vatnaplöntu; það er gert afkvæminu til verndar. Eftir þrjár vikur er eggið orðið að bleikri lirfu, sem minnir dálítið á. krabbadýr, og var áður talin sjálfstætt dýr. Hún vex nú hröðum skrefum. Bitkrókarnir eru mjög sterkir og vel hæfir til að bíta, og minna helzt á höggormstennur; þeir eru holir innan og þegar lirf- an hefir höggvið í bráð sína, getur hún sogið blóð og vökva án þess að sleppa taki. Matarlystin er í bezta lagi, og herjar nú vatnskötturinn — svo er lirfan nefnd — eins og tígrisdýr meðal íbúa vatnsins. Morðstarfsemin heldur áfram í 6 vikur, og tekur vatnskötturinn hamskiptum oft á þeim tíma, en það verður, þeg- ar stakkurinn verður of þröngur. Mjúkur búningur myndast þá undir þeim gamla og tekur við af honum, harðnar og styrkist, og verður að lokum að víkja fyrir nýjum. Þannig koll af kolli. Loks- ins er vatnskötturinn orðinn nógu stór. Þá skríður hann upp úr vatninu, grefur göng inn í bakkann og býr sér hvílu, liggur þar kyrr nokkra daga í „hreiðri" sínu, kastar svo síðustu lirfuhúðinni. Kemur nú fram púpa, sem er allólík dýri því, sem vænta má að komi. En sé púpan rannsökuð nánar, kemur í ljós, að undir hýði hennar taka að myndast ný líffæri, svo sem vængir og fætur, en önnur hverfa. Þá verður annað húðskipti meira hægfara, væng- irnir fá sína réttu lögun, dýrið er að verða fullvaxið. En bjallan er í byrjun mjúk og gulhvít á lit. Loks grefur hún sér leið úr fang- elsinu niður í vatnið, þar sem lífið byrjar á ný. Þetta tekur sex vikur, og ennþá líður vika, þar til dýrið fær sína fögru brynju, svarta, gljáandi og harða. Mýflugumar og lirfur þeirra. Ferðamenn, ekki sízt þeir, sem koma til Mývatns, bera oft mýflugum og mývargi ljóta sögu. í yatnahéruðum er fjöldi þessara smælingja mestur. Orsökin er sú,. að lirfan lifir í kyrru, straumlitlu vatni, og er hér aftur skýr- ingin á því, að í heitum og votum sumrum er mikið um mýbit. í skúrunum myndast pollar og pyttir, sem alið geta mýflugulirfur, því þær gera ekki miklar kröfur til heimkynnisins, en vegna hit- ans er þróunin ör, svo margir ættliðir geta myndast yfir sumarið. — Ef til vill var mýbitsplágan á dögum Mósesar af eðlilegum ástæð- um, því að miklar tjarnir og pollar munu hafa verið við ána Níl, en Gósenlandið þurrt. Saga mýflugunnar byrjar með því, að mýflugnamamma (Cu- lex) sezt á stein eða strá, verpir eggjum sínum, og raðar þeiim

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.