Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 34
96 NÁTTÚKUFR. gesti ber að garði í Japan, verða dömumar sem fljótast að hafa sig á brott. Til þess að skemmta gestunum, verður húsbóndinn að senda eftir konum, sem þann starfa hafa á hendi (þær eru nefndar ,,Geisha“); þær geta sungið, spilað, . dansað og rætt um alla heima og geima. Sumar engisprettur framleiða hljóð me'ð því að núa afturlærunum um væng- ina. Margir Kínverjar hafa engisSprettur í búrum í húsum sínum, til þess að njóta „söngsins“. 011 próf í Kína eru mjög erfið, enda þarf afburða-minni til þess að muna þýðingu leturmerkjanna. Eftir langt og erfitt streð, liefir nemandinn lært um 4—5 þúsund merki, og svo kemur prófið, en á því falla eitthvað 999 af hverju þús- undi, en einn kemst upp. Eftir nýjan lærdóm geta svo nemendur þeir, sem voru svo heppnir að komast í gegn um fyrsta hreinsunareldinn, gengið til prófs, sem lialdið er þriðja hvert ár í öllum þeim borgum, er hafa nafn, sem endar á „fu“. Þriðja og síðasta aðalprófið var svo tekið í höfuðborginni, Peking. Þannig hefir menntabrautin í Kína verið, að minnsta kosti til skamms tíma. Nú er ekki lengur „kínverski múrinn“ sú skjaldborg um hið „liimneska ríki“ og áður hefir verið. í Ástralíu er dýralífið mjög frábrugðið því, sem víðast er annars staðar í lieiminum, enda nefndu hvítir menn Ástralíu „öfuga heiminn“, fyrst þegar þeir komu þangað. Eólkið var svart, blöðin á trjánum voru upp á rönd, en ekki lágrétt, svanirnir voru svartir en ekki hvítir, og sum af spendýrunum verptu eggjum. Ástralía hefir lengi verið viðskila við önnur lönd, og því hefir dýralífið þar fylgt sínum eigin brautum á þróunarferli sínum. Af þeim spen- dýrum, sem til eru annars staðar, eru aðeins nokkrar tegundir af músum og leðurblökum í Ástralíu, og svo ein hálf-villt hundategundl (Canis dingo), sem líklega er komin þangað með manninum. Pokadýr eru hvergi nema í Ástralíu og Suður-Ameríku (aðrar tegundir), og nefdýr eru einungis til í Ástralíu. Hjarta mannsins slær (dregst saman) 60—80 sinnum á mínútu, og tíðar í ungum en gömlum. I nýfæddum börnum slær hjartað um 140 sinnum á mínútu. I hvert skipti, er hjartað dregst saman, þrýstir það hér um bil 50—70 grömm- uin af blóði út í líkamann, og öðru eins til lungnanna. Þótt líkaminn sé í livílu, streyma 4—5 lítrar af blóði gegnum hjartað að meðaltali á mínútu, og meira þegar starfað er. Rauðu blóðkornin, sem með litarefni sínu lita blóðið rautt, eru eins og kringla í lögun, en þynnst um miðjuna. Þvermál þeirra er 7.5, þykkt þeirra við rendumar 2.5 en í miðju 1.5 þúsundusut hlutar úr millimetra. Við fornleifarannsóknir við Tun-hwang í Kansu í Kína, var grafið upp heilt bókasafn, sem talið er um 900 ára gamalt, eða vel það. Þarna var saman komið uin 20 teningsm. af handritum, málverkum og fleiri fornum verðmætum.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.