Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 24

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 24
86 NÁTTÚRUFK. skal ekki farið út í að lýsa útbreiðslu þeirra tegunda, sem áður eru þekktar frá Fossvogs-lögunum. í því efni skal vísað til (5,c.), en hinna nýfundnu tegunda verður getið hér að nokkru. 1. Hrukkubúlcla (Axinus flexuosus, Montagu). Skeldýr þetta- telst til kúskeljaættarinnar (Cyprinidæ). Lengd þeirra eintaka, sem fundust, er 4,5 mm. Hér við land verður tegundin nú á tím- um 6,8 mm. á lengd. Hrukkubúlda er leirbotns-tegund. Af henni verður vart nokkuð mai’kað um hita þess hafs, sem hún hefir lifað í. Hún er nú útbi’eidd sunnan fi'á Kanarisku eyjum, norð- ur með vesturströnd Evrópu, og er all-algeng norður í Varang- ursfirði (Vadsö) (l,c). Hennar er einnig getið frá Norðaustur- Grænlandi (6,b.). 2. Kúskel (Cyprina islandica, L.) heyrir til sömu ættar og hi’ukkubúlda. Skeljar þær, sem fundust, voru frekar litlar. Ná- kvæm mæling á eintökunum náðist því miður ekki, en lengdin liggur á milli 50 og 60 mm. Nú á tímum verður kúskelin 113 mm. á lengd við strendur íslands. Suðurtakmörkin fyrir útbreiðslu hennar eru nú við vesturstrendur Frakklands, og norðurtakmörk- in eru við Múrmansstrendui’. Fullorðnar kúskeljar halda sig á 10—160 m. dýpi, en í Hvítahafinu lifir hún ekki á meira en ca. 25 m. dýpi. Á meira dýpi er orðið of kalt fyrir hana þar norður frá. En sumarhiti sævarins er þar líka kominn niður í 0° þegar ca. 40 m. dýpi er náð (6,a.). Við austurströnd Ameríku lifir kú- skelin á svæðinu sunnan frá Hatterashöfða norður í sunnanverð- an St. Lowrence-flóa. Hún er algeng við strendur Bretlandseyja, Færeyja og íslands, en hún lifir nú á dögum hvorki við Spitz- bergen, Jan Mayen né Grænland. Hún hefir verið talin frá Ber- ingssundi og Vestur-Grænlandi, en prófessor Jensen (6,a.) hefir sýnt, að slíkt er á misskilningi byggt. Hún hefir einhvern tíma síðan á jökultíma, þegar hlýi’ra hefir verið en nú, lifað á þessum norðlægu stöðum (Spitzbergen, Vestur-Grænlandi) ásamt ýms- um öðrum bóreölum tegundum, svo sem: Gluggaskel (Anomia sqamula, L.) ogkx’ækling (Mytilus edulis, L.)x),en þærei'u flestar útdauðar á þessum stöðum nú. Bæði próf. Brögger (2) og próf. Jensen (6,a.) telja kúskelina eindregið bói’eala tegund, sem beri vott um milt loftslag, hvar sem hana er að hitta ,,in situ“. Það má ef til vill deila um það, hve leyfilegt sé að draga *) Mytilus edulis, L., lifir enn við strendur Grænlands; tegundin er boreo- arktisk. Suður-takrnörkin fyrir útbreiðslu hennar eru við strendur Vestur- Afríka. (Boreal þýðir kaldtemprað, en arktisk kaldur, og er notað um loftslag og sjávarhita).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.