Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1933, Side 4

Náttúrufræðingurinn - 1933, Side 4
162 nAttOrufr. dýr, eða tvo á hverjum lið frambolsins, en auk þess hefir hún vanþroska eða ummyndaða fætur á átta fyrstu liðum aftur- bolsins. Þeir eru í tveimur röðum og beinu áframhaldi af fótum frambolsins. Þetta minnir mjög á fjölfætlurnar, sem skordýrin eru skyldust. En kampaflóin er, — ásamt nokkrum öðrum skor- dýrum, sem henni standa næst að skyldleika, — eins konar milli- liður milli hinna fullkomnari skordýra annars vegar og f jölfætl- anna hins vegar, og má líta á kampaflóna sem eitt af frumleg- ustu núlifandi skordýrum. Kampaflóin er ágætt stökk- og hlaupadýr. Þegar hún stekk- ur notar hún ekki aðeins framfæturna, heldur líka fætur aftur- bolsins, einkum þá öftustu. Einnig notar hún miðsvipuna, sem er mjög sveigjanleg, og getur dýrið beygt hana inn undir afturbol- inn. Um leið og réttist úr svipunni hefur dýrið sig til stökks. Enga vængi hefir kampaflóin fremur en aðrar skorfætlur1), og á ekki rót sína að rekja til vængjaðra forfeðra, en það eiga sum skordýr, sem ekki bera vængi nú á tímum, t. d. ýmsar lúsa- tegundir, flær o. fl. Eins og flest skordýr verpir kampaflóin eggjum. Ungarnir líkjast foreldrunum mjög, að öðru leyti en því, að fálmarar og „svipur“ eru hlutfallslega miklu styttri og hreistur vantar. Kampaflóin nærist á grænþörungi nokkrum (Pleurococcus vulgaris), sem er mjög algengur á þurru landi. Dr. Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur fann kampaflóna fyrstur hér á landi og gaf henni íslenzka nafnið. Segir hann svo frá þessum fundi sínum í skýrslu hins íslenzka Náttúrufræði- félags 1924: „Fyrir ytri (vestari) hluta Járngerðarstaðalands í Grindavík er mjög stórgrýttur malarkambur (eða eins og sagt er þar syðra: malarkampur), og eystri hluti hans nefndur Mal- ar-endar2). í Malarendakampinum hefir frá því eg man fyrst eftir verið krökt af skordýri einu, sem hvergi hefir fundizt ann- ars staðar hér á landi“. Ennfremur segir höf.: „Vegna þess, hve vel það stekkur, dettur mér í hug að kalla það kampafló". Þann 18. ágúst 1911 tókst dr. Bjarna Sæmundssyni að hand- sama 10 dýr af þessu tægi í Malar-endunum, voru þar á meðal 2 karldýr, 1 kvendýr og 7 dýr hálfvaxin. U Eg hefi nefnt ættbálkinn Thysanura, skorfætlur á íslenzku, vegna þess að þær hafa sem fullvaxin skordýr vísi til fóta á afturbolnum, sem er óvanalegt í skordýraflokknum. 2) Höf. segir, að á herforingjaráðskortinu séu þeir ranglega nefndir Vörðunes, sem sé miklu utar, í landi Ifúsatópta.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.