Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 7
NÁTTtTRTJFR.
165
hann verið talinn til spörfuglanna, en nú jafnvel ættbálkur
sér, skyldastur, s. n. tumsvölum, sem sjást hér einstaka sinnum.
Hann er ekki stór, aðeins tæpir 30 cm á lengd.
Annar fuglinn, sem hér ber að geta, er smáfugl einn af
söngvaraættinni og skógsöngvara-ættkvíslinni, s. n.
Gransöngvari (Phyllopseustes(eða Phylloscopus) collybita,
Vieill). Hann kom á Vífilsstaðahælið 27. oktbr. og dó þar, og
er nú á Náttúrugripasafninu. Þetta er örlítill spörfugl, aðeins
11—12 cm langur, óásjálegur, grænleitur og gulleitur á lit, en
góður söngfugl eins og ættingjar hans, og algengur farfugl í
nágrannalöndum vorum að austan og suðaustan og víða um
Evrópu. Þetta er í fyrsta skipti, svo vitað sé með vissu, að þessi
skemmtilegi smáfugl hefir sést hér á landi, nema ef vera skyldi,
að fugl einn, sem eg hefi séð þrisvar í garði mínum síðustu 13
ár, en aldrei náð, og líka er af af skógsöngvara-ættkvíslinni,
skyldi vera þessi tegund (en ekki P. trochilus, nr. 23 í fuglaskrá
M. Björnssonar í síðasta hefti Náttúrufr.).
Þriðji fuglinn, sem hér er ástæða til að nefna, er
Fiskiörn (Pandion haliaetus) eða gjóður, eins og fuglinn
var nefndur til forna á Norðurlöndum. Einn fugl af þessu tæi
fannst dauður á skipi á Eiðsvík, fyrir innan Viðey, í október
1932 (sbr. skýrslu Náttúrufræðifél. 1931—32, bls. 32). Var
það í fyrsta skipti, að hans yrði vart hér, svo víst væri. Nú
hefir annar fugl af þessu tæi fengist hér. Hann var skotinn
seint í sept. í haust hjá Gróttu á Seltjarnarnesi, og er nú til
sýnis á Náttúrugripasafninu. Heyrt hefi eg, að hann hafi fyrir
nokkrum árum verið skotinn við ísafjarðardjúp, og hamurinn
tekinn af honum, en glatast.
Gott væri, ef menn, sem finna fáséða fugla eða óþekkta, vildu senda
þá, helzt nýja og i heilu líki, eða þá haminn, þurrkaðan fuglinn eða reit-
una (ræfilinn) af honum til Náttúrugripasafnsins. Með því mætti gera ís-
lenzkri fuglafræði góðan greiða. B. Sæm.
Leiðrétting.
Nokkuru eftir að grein mín: Útverðir íslands, 2. Kolbeinsey, birtist í
Náttúrufræðingnum í sumar er leið, bls. 65, fór varðskipið „Ægir“ út að
eynni. Foringi skipsins, Friðrik Ólafsson, fór upp í hana og mældi bæði af-
stöðu hennar og stærð, og reyndist hvortveggja nokkuð önnur, en eg hafði
(samkv. góðum heimildum) sagt frá. — Samkvæmt mælingum hans (Ægir
XXVI, bls. 261) er eyjan á 67° 06' n.br. og 18° 36' v.l. (frá Greenwich),
36 sjóm. NNV af Grímsey. Lengd hennar mældist aðeins 70 m frá VNV til