Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 10

Náttúrufræðingurinn - 1933, Page 10
168 nAttCthufr. óvissu um, hvenær dýrin yrðu kynþroska, og enn er óvissa um, hve gömul þau verða, en sennilega ná þau nokkuð háum aldri. Sauðnautin eru vel útbúin frá náttúrunnar hendi til þess að þola veðurhörkur heimsskautalandanna. Feldurinn er mikill, þel og tog skýrt aðgreint; togið eða vindhárin eru stríð, líkt og taglhár á hestum, og löng, sérstaklega ofan á hálsi, neðan til á síðum og á lendunum. Þelið eða ullin er mjög mjúk og fín- gerð og fella þau hana á vorin, en toghárin ekki, nema lítið eitt, sem slitnar af með ullinni. Iíún hefir þann eiginleika að þófna ekki. Eg hefi látið gera úr henni bæði sokka og vettlinga„ Heftir kálfar. (Frá Gottu-leiðangrinum) úr hagalögðum, er eg tíndi á Grænlandi, og lögðum, sem héngu á dýrum þeim, er vio felldum. Sokkarnir reyndust mjög hlýir og mjúkir, en fremur ónýtir, vildu greiðast í sundur. Ulliir mundi eflaust vera góð til þess að blanda henni saman við ís- lenzka ull, sérstaklega í fatnað, sem hættir við að þófna, svo sem nærföt, sjóvettlinga o. fl. Um nánari lýsingar á dýrum þess- um má benda á ,,Spendýr“ dr. Bjarna Sæmundssonar, ennfr. á. greinar eftir undirritaðan t. d. í „Iðunni“, 2. h. 1929, og í „Loð- dýrarækt" I. Það eru fleiri en við hér, sem tekíð hafa upp þá hugmynd, að gera sauðnautin að innlendum dýrum hjá sér, þar sem lífs- skilyrði virðast vera fyrir þau. Árið 1929 — sama árið og „Gottu“-leiðangurinn var gerður — fluttu Norðmenn 17 dýr til Spitzbergen; af þeim voru 6 vetrungar—eld'ri dýr veit eg ekkl til að hafi náðst lifandi. Hjá þeim fæddust kálfar vorið 1982 og aftur síðastl. vor. Sama árið voru 34 kálfar fluttir til Alaska.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.