Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1933, Qupperneq 11

Náttúrufræðingurinn - 1933, Qupperneq 11
NÁTT0RUFR. 169 Var það allmikil krókaleið, er þeir þurftu að fara, áður en þeir komust í hin nýju heimkynni sín. Veiddir á Austur-Grænlandi og fluttir þaðan til Noregs, þaðan á skipi til New York, þaðan á járnbraut yfir þvera Ameríku, til Seattle, þaðan á skipi til Nome í Alaska, þaðan á járnbraut til Fairbanks. í fyrrahaust fluttu Norðmenn 11 dýr upp í Dovrafjöll, sem veidd höfðu ver- ið árinu áður. Upplýsingar um tilraunir þessar hefi eg nýlega fengið frá hr. Adolf Hoel dósent í Ósló, en fyrir hans atbeina eru tilraunirnar á Spitzbergen og heima í Noregi gerðar. Set eg hér frásögn hans um þetta. „Eftir að eg skrifaði yður síðast, hafa sauðnautin á Spitz- bergen aftur eignast kálfa, í maí eða júní síðastl., hve marga, hefir ekki fengist staðfest vitneskja um, en menn hafa áreiðan- lega séð þar þrjá nýfædda kálfa, og menn vita með vissu, að öll dýrin eru lifandi, að undanskildum einum kálfinum frá í fyrra. Síðastliðinn vetur fannst hann mjög illa leikinn í urð inni í Aðventdalnum. Virðist svo, sem hann hafi verið að stang- ast við annan kálf og hrapað niður, og meiðst illa í fallinu. Hann var tekinn á sleða og fluttur til Longyear-þorpsins, en drapst skömmu eftir að hann kom þangað. Sauðnautin á Dofrafjalli eru undir stöðugu eftirliti. Sér- stakur eftirlitsmaður gætir þeirra að staðaldri og nokkrir af dýrafræðingum vorum heimsækja þau við og við. Þau komust ágætlega yfir fyrsta veturinn, halda sig á þeim slóðum, þar sem þau voru sett fyrst, en hafa þó dálítið rásað um í sumar. Síð- ustu fregnir, er eg hefi af þeim, eru ca. þriggja vikna gamlar (bréfið er dags. 31. okt.), og segir þar, að dýrin hafi stækkað mikið í sumar, þau séu feit og falleg í háralagi. Enn þá hafa þau ekki eignazt kálfa. Eg get einnig sagt yður það í fréttum, að í fyrrasumar voru sex kálfar fluttir til Tromsö, fæddir um vorið. Fjórir þeirra voru strax seldir til Ameríku, en tveir kálfarnir voru hafðir í girðingu á Tromsö, sem er 5—6 dekarar (1 dekari =Vio hekt- ari) á stærð. f fyrra voru þeir fóðraðir með greinum af björk, sem þeir létu ekki vel við, smábirki, sem þeir átu vel, 0g blá- berjalyngi, sem þeir voru sólgnastir í. Þeir fengu líka úthey, en voru ekkert gráðugir í það. Eg sá dýrin fyrir svo sem mán- uði. Þau höfðu eðlilega stærð, litu vel út og voru mjög gæf. Þau þekktu vel manninn, sem hirti um þau, og komu, er hann kall- aði á þau með nafni. Frá Ameríku hefi eg ekki fengið neinar upplýsingar síðan

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.