Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1933, Qupperneq 18

Náttúrufræðingurinn - 1933, Qupperneq 18
176 NÁTTÚRUFR. ■um miðjan okt. gaut annað kvendýrið 5 ungum; 2 voru dauðir í kassanum, einn komst út um girðingarnetið og týndist; tveir 'lifa og eru hinir sprækustu. Komist nútríuræktunin á góðan rekspöl hér, er alt útlit fyr- 'ir, að hún geti orðið bændum góð stoð í atvinnurekstri þeirra. Víðasthvar geta menn haft nóg vatn, sem er helzta skilyrðið, mtbúnaður á búrum er tiltölulega ódýr, og fóður geta þeir rækt- að sjálfir sér að kostnaðarlitlu. Skinnin eru að vísu ekki í sér- staklega háu verði eins og er, en þau eru einhver beztu loð- skinnin sem þekkjast, og halda ávallt sínu gildi. Kjötið kvað vera ágætt til átu; það er að vísu ekki mikið, karldýrin geta þó orðið um 12 kg., kvendýrin um 8 kg. á þyngd. VII. Þvottabirnir. Þeir eru af ætt bjarnanna, og þó ekki nákomnir frændur þeirra (teljast til svonefndra hálfbjarna). Stærð og útlit er tals- vert frábrugðið björnunum, en í háttum öllum líkjast þeir þeim mikið. Þeir mega heita dásamlega útbúnir frá náttúrunnar hendi í baráttuna fyrir tilverunni. Þeir kunna að vísu góð skil á því, hvað gott er eða miður gott af matartægi, en þeir geta þó notfært sér svo að segja allt, sem tönn festir á. Ávexti, ber, sveppi og annað ætilegt af jörðinni, snígla, skordýr og lirf- ur þeirra, skelfisk og fisk úr vatni, smádýr, svo sem rottur og mýs, og svo ekki hvað sízt fugla, unga þeirra og egg, allt þetta eta þeir með góðri lyst. Feldurinn er svo þéttur og hlýr, að þeir þola vel veðurhörkur norðlægra landa. Tæirnar eru aðskildar og geta þeir notað þær nokkurn veginn eins og fingur. Þeir fara venjulega rólega, þegar þeir eru á ferli, en geta þó þotið eins og ör, ef á þarf að halda. Þeir kváðu vera sundgarpar miklir, ef svo ber undir. Uppi í trjám eru þeir svo liprir, að þeir gefa lítið eftir öpunum að klifurfimi, standa þeim jafnvel framar að sumu leyti, vegna klónna. Sjálfur hefi eg séð þá fara upp eftir sléttum vegg, sem ég er viss um að köttur hefði ekki komizt. Því er líka tilveran þeim ekki aðeins barátta, heldur einnig leikur; þeir eru lagnir á að finna upp á ýmsu sér til skemmt- unar. Því eru þeir líka einhver vinsælustu dýrin, sem mennirnir umgangast. Þegar sumri hallar og ,,borðið er þalcið af sumars- ins réttum“, safna þeir á sig fitu, sem forðanæringu, svo þegar harðnar á og erfitt verður að afla matarins, eru þeir ekkert að .leggja það á sig, heldur leggjast fyrir í skýli eða afdrepi og

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.