Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Síða 19

Náttúrufræðingurinn - 1933, Síða 19
aSiÁTTÚRUPR. 177 sofa svefni hinna réttlátu, liggja í dái og lifa af fitunni frá haustinu unz aftur batnar í ári. Því meiri sem snjórinn er og frostið, því værara sofa þeir. Já, værum við mennirnir sömu gáfu gæddir! Hin upprunalegu heimkynni þvottabjarnanna eru í Norð- ur-Ameríku, allt frá skóglendum Kanada suður undir Panama. Víðast hvar eru þeir þó horfnir, eða að minssta kosti orðnir sjaldgæfir á þeim slóðum, þar sem mennirnir hafa náð til þeirra. Þar í landi er nafnið á dýrinu ,,racoon“ eða aðeins ,,coon“, sem kvað vera komið frá Indíánum. Ólafur Friðriksson hefir stungið !npp á að nefna það ,,kóna“ á íslenzku. Einnig er það nefnt Þuottabjörn. -,,sjub“ (á þýzku ,,Schuppen“). Eg hefi tekið upp þýðingu á nafni því, sem notað er í næstu málum við okkur (d. Vaske- hjörn, s. tváttbjörn, þ. .Wasehbár), og er orðið til af þeim hætti dýrsins að þvo fæðuna áður en það neytir hennar. í september 1932 komu hingað 7 þvottabirnir eða kónar; hafði eg 5 af þeim undir hendi fram til júlíloka í sumar, 3 full- vaxin dýr og 2 unga. Eitt ungapar fór til Vestmannaeyja. Það er af þessum dýrum að segja, að ekki get eg hugsað mér skemmtilegri dýr að umgangast, sbr. það, sem áður er sagt. Þó er það ekki vandalaust. Þó að þau geti orðið gæf, eru þau seintekin. Sé beitt við þau afli eða hörku, reiðast þau svo illa, að erfitt er að vinna hylli þeirra aftur. Þegar þau komu fyrst, voru þau í illu skapi eftir flutninginn — sunnan frá Wiirttem- berg á Þýzkalandi. Aðbúðin í kössunum var ekki góð, menn 12

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.