Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Síða 20

Náttúrufræðingurinn - 1933, Síða 20
178 NÁTTORUFR. höfðu gert sér leik að því að erta þau, o. s. frv. Þau urðu þó' fljótlega spök, eftir að eg fór að annast þau. Man eg eftir fjörlátunum, er eg heyrði, sérstaklega úr ungabúrinu, nóttina. eftir að þeim var hleypt inn í það. Hafa þeir orðið fegnir lausn- inni úr þröngu kössunum. Fullorðnu dýrin fóru sér hægara;; allt þurfti að rannsaka með hinni mestu nákvæmni. Ekki átn þau í manna viðurvist fyrsta kastið, en brátt fóru þau þó a& eta úr hendi minni, sum dýrin tóku meira að segja bitann úr munni mínum, ef eg hafði t. d. vínarbrauð eða annað sælgæti að bjóða þeim. Er gaman að sjá, þegar þau koma labbandi á afturlöppunum og taka bitann ofurgætilega með ,,fingrunum“ á framlöppunum eða komu jafnvel með trýnið alveg að munni mínum. Eg fóðraði þau nær eingöngu á matarleifum frá heimil- um og voru því bein útgjöld við fóðrið sama sem engin. Frá því í byrjun desember og fram í miðjan febrúar gaf eg þeim ekki. Lengst af lágu þau kyr í kössum sínum þann tíma. Þó fóru þau á kreik, ef þýður gengu, því að þá er þeim svefninn óvær vegna, hita. Ekki virtust þau vera neitt sérstaklega gráðug eftir að svefninum lauk. Eg hafði fullorðnu dýrin 3 saman, 2 kvendýr og eitt karl- dýr. Ungaparið hafði ég sér og fæddust ekki ungar hjá því um vorið. Annað eldra kvendýrið hafði gotið 30. apr. vorið áður, hjá hinu höfðu ungarnir drepizt. Eg bjóst við, að allt yrði heldur seinna hér, þar sem veturinn er miklu lengri. og þar sem eg hafði ekki orðið var við neina mökun lét eg karldýrið vera hjá hinum tveimur konum sínum. En 5. apríl gýtur Sigga — sú, sem gotið hafði 30. apríl suður í Wurttemberg — en kom aðeins með einn unga. Eg hafði sérbúr fyrir hana, svo að nú voru hin tvö í öðru búri. Fór eg nú að undirbúa það, að taka karldýrið frá Dóru, en áður en eg var tilbúinn með það, gaut. hún 8. apríl. Eg bjó um karldýrið í sérstökum kassa inni í sama búrinu og bjóst við, að Dóra mundi ekki leyfa honum neina. heimsókn í híbýli sín, enda varð eg ekki var við annað en að> hann væri rólegur í kassa sínum. Eftir 6 daga leit eg í kassanm hjá Dóru — fyr þorir maður því varla, vegna þess hve: þær eru viðkvæmar fyrir ungum sínum. Sá eg þar þá 6 unga- Eftir það leit ég við og við í kassann; sá ég ekki glöggt unga- töluna, því að stundum liggja þeir í hnapp og er þá ekki auð- velt að telja þá. Eftir mánuð sá eg með vissu, að þeir voru ekki nema þrír. Hélt eg þá, að Dóra hefði gætt sér á afkvæmum. sínum. Það kemur fyrir hjá þessum dýrum eins og öðrum rán-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.