Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 28
186 náttC Stóra fískíönd. Seint í ágústmánuði var eg staddur austur við Sogsbrú. Sá. eg þá fugl þar, sem eg í fyrstu hélt að væri lómur, þó ótrúlegt. væri, þar eð þrír ungar fylgdu þessum fugli (en lómarnir eiga ekki nema tvo unga), en lit sá eg ekki á honum, vegna þess að; hann bar á milli mín og sólar. Með því að taka á mig all-langan krók, og komast suður fyrir fuglana, komst eg í allgóða aðstöðu til þess að geta skoðað þá, einkum af því að eg var með átt- falt stækkandi prisma-kíki. Sá eg þá, að þetta myndi vera stóra fiskiönd (Mergus merganser), þó eg ekki hefði séð hana áður. Hún er með há- rautt nef og rauðbrún á höfði og dálítið niður á hálsinn. Hún er sögð ísgrá á bakið, en mér virtist hún gulleit. Þá voru ung- arnir ekki síður fallegir, einhvern veginn köflóttir, en ekki treysti eg mér til þess að lýsa þeim. Meðan eg athugaði þessa. fugla, stungu ungarnir sér aldrei, en syntu meðfram landinu og kroppuðu eitthvað þar upp úr vatninu, sem sat á steinunum,. ef til vill flugulirfur. Öndin kafaði einu sinni, en ekki kom hún upp með neitt. Þegar eg kom heim, sá eg í fuglabók, að stóra fiskiönd er aðeins einum til tveimur centimetrum styttri en lómurinn. Ó. F. Árangur ísíenzkra fttglamerkínga. IV. Erlendis hefir spurzt um: TJrtönd, merkt við Húseyjarkvísl í Skagafirði 6. ágúst 1933. Skotin hjá Baldwinstown í Wexfordsýslu á írlandi þ. 15. nóv- ember s. 1. Urtarungi merktur hjá Grímsstöðum við Mývatn 26. júní 1933. Skotin 15. nóvember 1933 hjá Ballynahinch (?) í Downs- sýslu á Norður.írlandi. Skúfönd, merkt á hreiðri á Grímsstöðum við Mývatn þann 14. júní 1933. Skotin á Loch Ennel í Westmeathsýslu á írlandi þann 26. nóv. 1933.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.