Náttúrufræðingurinn - 1947, Page 9
Pálmi Hannesson:
Magnús Björnsson
náttúrufræðingur
I N MEMORIAM
Magnús Björnsson náttúrufræðingur andaðist fimmtudaginn 9.
janúar síðastliðinn. Banamein hans var lieilablóðfall. Hann var fædd-
ur að Gilsstöðum í Vatnsdal 3. maí árið 1885 og skorti því tæpa 4
mánuði á 62. aldursár sitt, er liann lézt. Foreldrar Magnúsar voru
þau Björn Gunnlaugsson gullsmiður og kona hans, Margrét Magn-
úsdóttir frá Holti á Ásum, systir Guðmundar Magnússonar próf-
essors. Magnús ólst upp hjá foreldrum sínum og fluttist með þeim
að Haga í Þingi, síðar að Gröf í Víðidal og loks að Múla í Línakra-
dal. Var liann elztur systkina sinna, þeirra er upp komust. Hann
lærði undir skóla lijá séra Hálfdáni Guðjónssyni, síðar vígslubisk-
upi, er þá var prestur að Breiðabólstað í Vesturhópi, og gekk inn
í lærða skólann árið 1902. Var þá róstusamt mjög í skólanum, og
atvikaðist svo, að árekstrar urðu mestir milli skólastjórnarinnar
og bekksagnar þeirrar, er Magnús var í. Veit ég með vissu, að
Magnús var þar saklaus og þeir félagar hans flestir, en eins og ætla
má, fylgdust þeir fast að og héldu hlífiskildi yfir liina seku, enda
þótt þeir hefðu ýmis óþægindi af því. Luku þeir þó stúdentsprófi
ílestir á tilskildum tírna, vorið 1908, og var Magnús í þeim hópi.
Sumurin 1904-1908 ferðaðist hér til rannsókna danskur fuglafræð-
ingur, Richard Hórring að nafni. Var Magnús fylgdarmaður hans
og önnur hönd að kalla má, einkum síðustu sumurin. Kynntist
hann þá landinu og náttúru þess, einkum fuglalífinu, en með því
að hann var mjög hneigður fyrir náttúrufræði, ákvað hann að leggja
stund á þá fræðigrein, enda þótt erfiðlega lvorfði um fjárhaginn.
Fór liann því utan liaustið 1908 og hóf náttúrufræðinám við liá-