Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
9
að færa sér í nyt þau auðæfi sjávarins, sem þeir höfðu áður enga
möguleika til. Útflutningur á saltfiski margfaldaðist, en samtím-
is minnkaði útflutningur á þurrkuðum fiski og hætti með öllu um
miðbik 19. aldar. Um leið batnaði mjög verkun fisksins. Með þessum
góðu bátum bötnuðu veiðarfærin þó ekki að neinu verulegu leyti.
Línurnar lengdust, og notkun þorskaneta varð algengari.
Eftir 1890 byrjuðu Englendingar togveiðar við ísland, og gaf
þessi veiðiaðferð mjög góðan árangur. Áhugi manna, bæði útgerðar-
manna og sjómanna, vaknaði bráðlega fyrir togveiðum. Sáu nienn
fljótlega yfirburði togaranna, og skal það sagt islenzkum fiskimönn-
um til hróss, að þeir hafa liaft opin augu fyrir nýjungum í fisk-
veiðunum og litið á hina tæknilegu þróun sem sjálfsagðan og
óumflýjanlegan lilut. Margir ungir íslenzkir fiskimenn voru fengnir
á enskti togarana vegna kunnugleika síns á íslenzkum miðum, og
margir réðu sig sem venjulega fiskimenn. Á þann liátt öfluðu þeir
sér dýrmætrar reynslu og voru ákveðnir í því að byrja sjállir, undir
eins og færi gæfist. Fyrsta tilraunin var gerð með togara frá Reykja-
vík árið 1899, en tókst illa af ýmsum ástæðum. Árið 1906 gáfust
tilraunirnar vel, og byrjaði eftir það mjög ör þróun. Árið 1911
voru hér 10 togarar, en árið eftir var þeini fjölgað í 20. í heimsstyrj-
öldinni fyrri hrakaði togaraflotanum mjög, og voru margir þeirra
seldir til Frakklands. 1919 byrjaði þróunin aftur. 1924 var tala tog-
aranna komin upp í 40 og 1929 í 45. Eftir 1930 fækkaði þeim aftur,
og í heimsstyrjöldinni síðari fórust nokkrir. Nú eru íslendingar aftur
að eíia togaraflota sinn.
Vélar komu fyrst í báta árið 1902. 1913 var tala vélbáta orðin 409,
1920 475 og 1928 603. Nokkrir voru smíðaðir á íslandi, en flestir
þó í Danmörku og Noregi. Samtímis fækkaði segi- og róðrarbátum
mikið. Komið var l'yrir mótorum í mörgum þeirra, hinir voru seld-
ir til Færeyja. Síðasta segiskipið við ísland fórst 1927. Jafnhliða
þessu komu nú til sögu betri veiðarfæri, nýir vitar, björgunarbátar,
loftskeytatæki í mörg skip, símasamband við land, bergmálsdýptar-
mælar og margt fleira, sem hér yrði of langt að telja.
Þorskveiðar íslendinga byggjasl á göngum þorsksins, átugöngum
og hrygningargöngum. Það er því mikils vert fyrir okkur að þekkja
þessi fyrirbæri, enda liefur verið lögð áherzla á slíkar rannsóknir
hér við land.
Fiskimenn hafa löngum vitað um þessar göngur, en nánari skiln-