Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 26
18 NÁTTÚRUFR/EfilNGURINN tegundar. Þau þurfa mun nánari rannsókna við, áður en hægt er að ákveða til fulls, hvaða nafn þeim ber. Svipuð eintök eru til í fjöllum Noregs og Grænlands. Þegar ég fór yfir þau eintök af sveifgrösum, sem lágu í hinu gamla grasasafni mínu frá Vestfjörðum og Suðvesturlandi, fann ég þar aðallega deiltegundirnar ssp. alpigena og ssp. irrigata, eins og búast mátti við. En nokkur eintök frá tveim stöðum á Hornströndum, Sleppinu við austanvert Hornbjarg og Rauðuborg (sem er ranglega nefnd Snókur á kortum) við Smiðjuvík, skáru sig greinilega úr. Við nánari athugun komst ég að þeirri niðurstöðu, að þau tilheyrðu teg- undinni Poa arctica R. BR. ,og gaumgæfileg rannsókn leiddi í ljós, aðþau teljast til deiltegundarinnar'ssp. depauperata (FR.) NANNF., sem aðeins liefur fundizt á nokkrum fjöllum Suður-Noregs áður. Þar eð þessi tegund og þó sérstaklega deiltegundir hennar eru vand- greindar, sendi ég eintökin til prófessors J. A. Nannfeldts í Uppsöl- um, en hann hefur manna mest fengizt við rannsóknir á þessari grastegund. Hann endursendi eintökin með þeim ummælum, að hann liafi komizt að sömu niðurstöðu og ég. Er því fyllilega óhætt að telja þessa norrænu grastegund til hinna íslenzku jurta. Poa arctica, eða heimskautasveifgras, sem ber að kalla það á ís- lenzku samkvæmt alþjóðareglum um nafngiftir jurta, er frekar al- gengt í heimskautsbeltinu á norðurhveli jarðar. Það vex í Græn- landi norðanverðu, á Ellesmerelandi og nyrzt á I.abrador, í Alaska og á Aleuteyjum. í Asíu er það [jekkt frá Kúríleyjum vestur um Okotsk og Dahúríu sem og frá norðurströnd Síberíu og Evrópu allt vestur á Kólaskaga og til Norður-Noregs. Auk þessa vex það á Novaya Zernlya og Svalbarða, og í Suður-Norgi vex það einangrað frá ættingjum sínum í fjöllunum kringum Dofrafjöll. Sú deiltegund, ssp. dapauperata, sem fundin er á Hoínströndum, vex hvergi utan Islands nema í fjöllum Suður-Noregs. Öll eintök, sem athuguð Iiafa verið frá Suður-Noregi, eru svo lík, að prófessor Nannfeidt hefur talið mjög sennilegt, að fjölgun þeirra eigi sér aðeins stað á grundvelli svonefndrar ófrjóvgunar (apomixis), en það er fjölgun með fræjum, sem myndast án Jress að frjóvgun eigi sér stað. Sú tegund fjölgunar er frekar algeng hjá sveifgrösum. Þar eð íslenzku eintökin eru svo lík hinum norsku, að ekki er hægt að skilja þau sundur, er ég ekki í nokkrum vafa um, að gptgáta Na?m- feldts er rétt. Fund Jiessa nýja, íslenzka sveifgrass má eflaust telja til hinna merk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.