Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 41
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
33
gagns. Fara verður gætilega í það að draga jarðíræðilegar ályktanir af
einni einustu mælilínu. Þó er óliætt að segja, að mælingar Schleu-
seners lofi góðu um árangurinn, ef slíkum mælingum yrði lialdið
áfram á skipulagsbundinn hátt.
Myndin sýnir árangurinn af mælingum Schleuseners. Það sem fyrst
vekur eftirtekt er, að þyngdarlínan er í þrepum, og er hvert þrep
15—20 km að lengd. Samsvarar þetta allvel íslenzku landslagi og jarð-
myndnn, þar sem skiptast á breiðar rishæðir og siglægðir. Ennfremur
sést, að Eyjafjörður og Vaðlaheiði liggja á sama þrepi. Styður það þá
skoðun Þorvalds Tlioroddsens, að Eyjafjörður sé skapaður af jökul-
núningi eingöngu, en ekki jarðhræringum. Þess ber þó að gæta, að
fjarlægðin milli tveggja vestlægustu punktanna á línunni er nokkuð
löng (7—8 km), og liggur annar uppi í Kræklingalilíð, en hinn vestan
í Vaðlalieiði.
Næsta þrep byrjar austan Fnjóskár. Gæti |>að samrýmzt þeirri
kenningu, að Fnjóskadalur eigi uppruna sinn í jarðhræringum og
liggi misgengið milli Háls og Enjóskár. Þrep þetta er nokkuð óreglu-
bundið. Elestir punktarnir liggja á lausum jarðlögum, sennilega mis-
þykkum, og er hugsanlegt, að það valdi misræmi þessu.
í nánd við Goðafoss eykst þyngdin aftur, og má ætla, að hið mikla
Bárðardalsmisgengi valdi. Samkvæmt rannsóknum Walters Iwans
fylgir misgengið ekki vesturhlíðum Bárðardals nema eitthvað norður
fyrir miðjan dalinn, og telur hann, að framhald þess í Köldukinn
liggi vestan undir Kinnarfelli. Samkvæmt þessum athugunum væri
því þess að vænta, að brotlínan liggi í námunda við Goðafoss eins og
þyngdarmælingarnar benda til. Þá er það og eftirtektarvert, að jarð-
þyngdin er meiri austan við misgengið en vestan við það. Bendir
það í fyrsta lagi á, að blágrýtinu sé ekki lokið við misgengið, og í
öðru lagi, að blágrýtið hvíli á léttara bergi, móbergi, graníti eða set-
bergi, beggja vegna misgengisins.
Við Laxá minnkar þyngdin aftur. Hingað til hafa þó jarðfræðing-
ar ekki tekið eftir misgengi þar. Ef þess er gætt, hversu sundurtætt
Mývatnsþrepið er af sprungum og gosstöðvum, er það eftirtektarvert,
hversu jöfn þyngdin er á öllu þrepinu. Sennilega bendir þetta á, að
jarðhræringar þessa svæðis séu að mestu leyti láréttar. Lóðrétt mis-
gengi í stórum stíl mundu endurspeglast í þyngdarlínunni.
Við Vestari-Brekku á Mývatnsöræfum minnkar jarðþyngdin og
helzt jöfn þaðan að Jökulsá. Austasti mælipunkturinn, Grímsstaðir
á Ejöllum, sýnir aftur á móti meiri þyngd, einnig tveir hliðarpunktar
3