Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 53
Dr. phil. Helgi Pjeturss
hálfáttræður
Hinn þriðja dag Hekluelds, 31. marz sl., átti dr. phil. Helgi Pjet-
urss 75 ára afmæli. Náttúrufræðingnum er ljúft og skylt að flytja
dr. Helga árnaðaróskir og þakkir fyrir allt, senr liann hefur unnið
íslenzkri náttúrufræði. En eigi verða verk hans rakin hér, svo sem
vert væri á slíku merkisafmæli, lieldur vísað til greinar Jóhannesar
Áskelssonar um dr. Helga sjötugan (Náttúrufr. 1942, 2. h.).
Þess skal þó getið, að dr. Helgi Pjeturss var kjörinn heiðursfélagi
danska jarðfræðingafélagsins, Dansk Gevlogisk Forening, á auka-
aðalfundi í Kaupmannahöfn 16. janúar 1943. Áður hafði félagið
veitt aðeins sex jarðfræðingum þenna heiður (fyrstur þeirra var pró-
fessor Þorvaldur TJtoroddsen), og er nú enginn þeirra á líi’i. En á
þessum fundi voru kjörnir tveir Iieiðursfélagar (Svíi og Norðmaður)
auk dr. Helga.
Formaður Dansk Geologisk Forening, mag. scient. Hans Clausen,
mælti fyrir kjöri dr. Helga Pjetnrss á þessa leið:
„Dr. Helgi Pjeturss hefur Jilotið menntun sína hér í Danmörku,
og mikilvæg rit eftir hann eru til á danska tungu. T. d. er doktors-
ritgerð Jians Om Islands Geologi prentuð í Meddelelser fra' Dansk
Geologisk Forening. Veigamestur var sá skerfur dr. Helga Pjeturss
til vísindanna, er liann sýndi frarn á, að móbergsmyndunin væri
kvarter að aldri. Danskir jarðfræðingar, sem unnið ltafa á íslandi
tvo síðustu áratugi, Jiafa átt að fagna takmarkalausum áhuga og
hjálpsemi af hálfu dr. Helga Pjeturss, og hin einstaka þekking Jians
á jarðfræði íslands hefur orðið dönskum jarðfræðingum og um leið
donskum jarðfræðirannsóknum að miklum notum.“
Guðm. Kj.