Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 23
NÁTTÍJRUFRÆÐINGURINN
15
uðu 1928. Þær hafa í stuttu máli sýnt, að hinir einstöku árgangar
eru injög misjafnir að styrkleika og það hefur gagnger áhrif á veiði-
magnið. Einstaka árgangur getur að mestu leyti borið veiðina.
Á mynd 2 hef ég borið saman aflamagnið í Vestmannaeyjum,
miðað við fjölda þorska á 1000 króka, og styrkleika árgangsins 8
árum áður. Ég hef hér áætlað, að flestir komi í gagnið 8 ára, þótt það
geti ef til vill verið dálítið breytilegt. En við sjáum strax, live gott
samræmið er: Á árunum 1924—1930 hefur styrkleiki árganganna
stöðugt farið minnkandi, og við sjáum einnig, að á árunum 1932—
1938 hefur fiskimagnið einnig stöðugt farið minnkandi.
Mynd 3 sýnir veiðar allra þjóða á íslandsmiðum á þessari öld
(efst) og veiðar brezkra togara á sarna tíma (neðst). Á árunum
fyrir 1914 eykst heildaraflinn stöðugt, og sama máli gegnir um
dagsaflann. Eftir hléið, sem skapaðist af styrjöldinni, eykst heild-
arveiðin ekki skyndilega og fellur aftur, lieldur er aukningin jöfn.
Fram til 1929 er dagveiðin nokkuð jöfn, en eykst eftir það skyndi-
lega fram til ársins 1932, og fer eftir það hægt lækkandi. Við sjáurn, að
hér er um að ræða aukna nýtingu mikils fiskstofns, sem ekki sýnir
ennþá nein greinileg merki um offiski eins og ýsu-, skarkola- eða
lúðustofnarnir.