Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 16
8 NÁTTÚRUFR/EBINGURINN í þjónustu sína. Um miðja 16. öld urðu siðaskipti á íslandi. Jókst þá vald konungs mjög, og bannaði hann allar veiðar útlendinga við ísland, og í byrjun 17. aldar var komið á einokunarverzluninni, sem kæfði alla sjálfstæða framkvæmdaviðleytni í landinu, enda hef- ur einokunin löngurn verið talin ein mesta óhamingja þjóðarinnar. Danska stjórnin lét sér þó smám saman skiljast, að við svo búið mátti ekki standa. Voru því gerðar alvarlegar tilraunir til þess að reisa við fiskveiðarnar. Má hér sérstaklega geta Skúla Magnússonar landfógeta, sem af alefli tók úpp baráttuna gegn einokuninni. Hann hafði lylgi konungs og fékk því til leiðar kornið, að gerð voru út tvö hafskip frá Reykjavík. Hingað voru sendir norskir sjómenn frá Mæri til þess að kenna íslendingum nýjar veiðiaðferðir, m.a. að nota þorskanet. Byrjað var að salta fiskinn, en áður hafði hann einungis verið þurrkaður. Þetta skapaði undirstöðuna fyrir saltfisk- framleiðslu okkar. Þessar veiðar voru reknar í 10—12 ár með miklu tapi og lögðust svo niður. Samkvæmt fiskiskýrslum frá þessum tíma voru árið 1770 á öllu landinu samtals 1773 bátar, mest 4-, 6- og 8- æringar. Útflutningur- inn af þurrum fiski var ekki meiri en venjulegur togari nú á dögum veiðir á einu ári. Á 19. öldinni byrjar þróun fiskveiðanna hér við land svo að um munar. Stóð þetta í sambandi við afnám einokunarverzlunarinnar og þann þjóðmetnað, sem hin nýbyrjaða sjálfstæðisbarátta skajraði. Þegar í byrjun aldarinnar voru menn byrjaðir veiðar í Faxaflóa á þilskipum, sem byggð voru á íslandi, en árangurinn var ekki mik- ill. Skipin voru lítil, rnest 8—15 tonn. 1828 voru til 16 slík skip og 1853 einungis 25. Það var ekki fyrr en í lok aldarinnar, að dálítill skriður komst á þessa þróun. En það stóð í sambandi við breytingar þær, senr um þessar mundir urðu í fiskveiðum Englendinga. Englendingar byrjuðu þá veiðar með gufutogurum, en segltogar- arnir, sem þeir notuðu áður, voru seldir í stórum stíl. Þeir voru lientugir til veiða við ísland og voru raargir seldir hingað. Eru þessi kaup að verulegu leyti að þakka Landsbanka íslands og hinum ötula bankastjóra hans, Tryggva Gunnarssyni.. Á síðasta tug aldar- innar voru keypt liingað um 90 slík skip, svo að skipastóllinn árið 1902 varl62 skip, 50—90 tonn að stærð. Þessi þróun hafði þá náð hámarki sínu. Á næstu árum urðu þessi skip að víkja fyrir mótor- bátum og gufutogurum. Fiskveiðarnar jukust stórkostlega, og íbúar landsins gátu nú farið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.