Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 54

Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 54
46 NÁTTÚRUFRÆfilNGURINN Nýr árgangur, nýr ritstjóri Svo sem getið er í síðasta hefti síðasta árgangs, lætur Sveinn Þórð- arson, menntaskólakennari á Akureyri, nú af ritstjórn Náttúrufræð- ingsins, en við tekur sá, er hér ritar nafn sitt undir. Ég flyt Sveini Þórðarsyni beztu þakkir fyrir gott starf við ritstjórn tveggja síðustu árganga og veit, að ég mæli þar fyrir munn allra lesenda ritsins. Prentsmiðjan Hólar í Reykjavík hefur nú tekið að sér prentun ritsins, en afgreiðslu annast eins og áður Emil Björnsson, Reykjavík. Umskipti þessi eru að vísu nokkur tímamót á ævi Náttúrufræð- ingsins, en eigi skulu hér samt boðaðar neinar byltingar né gagn- gerar umbætur á ritinu sjálfu. Náttúrufræðingurinn er og hefur alltaf verið gott rit og ómetanleg uppfylling í djúpt skarð, sem án hans stæði ófullt og opið í íslenzkum bókmenntum. Hann hefur frá upphafi til þessa flutt fróðlegar greinar, vel ritaðar og við alþýðu hæfi, um dýrafræði, grasafræði og jarðfræði. En þessar þrjár fræði- greinar eru náttúrufrœði í þess orðs þrengstu merkingu, og fæ ég ekki séð, að nein þeirra liafi annarri fremur orðið afskipt um rúm í ritinu. En fleira hefur einnig borið á górna í Náttúrnfræðingnum, t. d. landafræði, stjörnufræði, veðurfræði, læknisfræði og — ekki sízt nú á ritstjórnarárum Sveins Þórðarsonar — eðlisfræði. I svipuðu horfi skal nú lialdið áfram, og þó að nú taki við óreyndur ritstjóri, hef ég ástæðu til að vona, að þeir, sem hingað til liafa lagt lil mest og bezt efni í Náttúrufræðinginn, bæði lærðir og leikir, muni ekki enn bregðast honum. En nýliða er einnig þörf, og nokkrir eru þegar komnir í leitirnar. Ekki er sízt góðs stuðnings að vænta frá ungum náttúrufræðingum, sem liafa fyrir skömmu lokið háskólanámi er- lendis og bætzt í hópinn hér heima. Framvegis mun verða leitazt við að flytja í Náttúrufræðingnum fregnir af bókum og greinum, sem út kunna að koma um íslenzka náttúrufræði. Allra slíkra rita, sem send verða Náttúrufræðingnum, skal verða að nokkru getið í honum, og reynt verður að fá fróða menn til að skrifa um þau, en slíkra manna er hvergi fremur að leita en meðal þeirra, sem skrifa í Náttúrufræðinginn. Að endingu bið ég alla íslenzka náttúrufræðinga og aðra, sem ein- livern fróðleik hafa að flytja um náttúru lands vors, að minnast þess,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.