Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 25
Áskell Löve:
Heimskautasveifgras (Poa arctica R: BR.)
fundið á Hornströndum
íslenzkar jurti'r liafa sjaldan verið athugaðar gaumgæfilega af
sérfræðingum, og sökum þess að rannsóknir á jurtaríki' landsins hafa
nær eingöngu verið tómstundavinna áhugasamra náttúruskoðara, er
engin furða, þótt árlega finnist nýjar, íslenzkar tegundir jurta. Þó
að hægt sé að búast við ófundnum tegundum í nær öllum jurtaætt-
unum, er jress enn meiri von, að nýjar tegundir grasa og hálfgrasa
komi fram í dagsljósið, þegar farið verður að í'annsaka til hlýtar þau
söfn, sem áhugamenn hafa viðað að sér undanfarna áratugi.
Síðastliðið sumar hóf höfundur þessarar greinar rannsóknir á
ýmsum túnjurtum og þó aðallega íslenzkum sveifgrösum. Mér varð
brátt Ijóst, að lúð svonefnda vallarsveifgras (Poa pratensis L.) hefur
að geyma nokkrar deiltegundir, senr þurfa nánari athugunar við.
Þess vegna viðaði ég að mér töluverðu af þessari grastegund, bæði
úr náttúrunni og úr söfnum í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Á
grundveili þessara rannsókna er nú óhætt að fullyrða, að hér á landi
eru algengustu vallarsveifgrösin af deiltegundunum ssp. irrigata
(LINDM.) LINDB. FIL. og ssp. alpigena (FR.) HIIT., en auk þeirra
vaxa á nokkrum stöðum, aðallega á túnum eða í nánd við ræktar-
lönd, deiltegundirnar ssp. angustifolia (L.) LINDB. FIL. og ssp.
eupratensis HIIT., og að minnsta kosti hin síðastnefnda er áreiðan-
lega aðflutt með grasfræi.
Slatti af vallarSveifgrösunum af hálendi íslands er þannig, að vart
er hægt að telja jrau til neinnar ltinna fyrrnefndu deiltegunda. Þau
líkjast rnest ssp. alpigena, en bera þó nokkurn keim af þeirri tegund,
sem á latínu nefnist Poa arclica, en á íslenzku heimskautasveifgras,
enda hafa sumir grasafræðingar ranglega talið jicssi eintök til þeirrar
2