Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1947, Síða 20

Náttúrufræðingurinn - 1947, Síða 20
12 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN þorri hans norður með landinu og þá mestmegnis vestan megin, og dreiiir hann sér þar íyrir norðan á sama hátt út um djúp- niiðin. Þarna hittir hann fyrir yngri fisk, bæði fisk, sem er að ná æxlunarþroska, og enn yngri lisk. Þegar kenmr fram á haust og sjórinn fer að kólna fyrir norðan land, fer fiskurinn smám saman að draga sig út á djúpin, þar sem sjórinn er hlýrri, en þó fer liann að lokum vestur og suður eða austur og siiður með landi, og slæst þá í för með honum ungur fiskur, sem vaxið hefur upp í kalda sjónum og ætlar nú að hrygna í fyrsta skipti. Á þessum göngum sínum suður eftir getur þorskurinn gengið misjafnlega langt frá landi, og hefur það vitanlega mikil áhrif á aflabrögð. Þessa l'róðleiks um göngur [xirsksins höfum við mestmegnis aflað okkur með merkingum. Rannsóknir af þessu tagi byrjuðu við ísland með leiðöngrum Jolis. Schmidts sumurin 1904 og 1905. Hann merkti óþroskaðan iisk við norður- og austurströndina, og það kom í ljós, að þessi fiskur var kyrr á sömu slóðum, unz hann varð kyn- þroska, en fór þá í hrygningargöngu suður fyrir land. Sclnnidt taldi þetta varða miklu um fiskveiðarnar, því Jtað sýndi, að firðirnir fyrir norðan og austan land væru veigamestu vaxtarstaðir ungviðisins og Jressir staðir væru friðaðir fyrir iyrir ágangi togaranna. Á árunum 1908 og 1909 voru geíðar hliðstæðar merkingar í Faxa- flóa á óþroskuðum þorski. Þar kom Jiið sama í ijós, ójrroskaði fisk- urinn hélt mestmegnis kyrru fyrir. Niðurstaða Jtessara rannsókna var þannig sú, að óþroskaður fiskur heldur kyrru fyrir og enginn ltinna merktu fiska fannst utan Islandsmiða. Eftir l'yrri heimstyrjöldina var aftur byrjað á merkingum og þeirn lialdið áfram til 1939. Af þessum merkingum skulu hér sérstaklega nefndar Jtær, sem gerðar voru í Vestmannaeyjum árið 1929. Þessar merkingar sýndu nefnilega í l'yrsta skipti, að þorskur geng- ur frá íslandi til annara landa. Það ár fundust tveir þorskar aftur utan íslandsmiða: Annar fannst í hákarlsmaga í Grænlandshafi, hinn var veiddur við Suðvestur-Grænland 15 mánuðum seinna. Þetta var í fyrsta skipti, sem við fengurn ótvíræðar sannanir fyrir Jrví, að samband er á milli íslenzka og grænlenzka þorskstofnsins. Samtímis Jjessum merkingum við Island hafa Danir í mörg ár merkt Jtorsk við Grænland. Við skulum nú líta lauslega á iielzta árangur þessara rannsókna. í fyrsta lagi hefur komið í ijós, að einstök ár getur l)orizt mikill

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.