Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1947, Page 21

Náttúrufræðingurinn - 1947, Page 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 13 fjölcli þorskseiða frá íslenzku hrygningarstöðvunum með þeirri grein af Golfstraumnum, sem nefnist Irmingersstraumurinn og gengur út frá Vestfjörðum til Austur-Grænlands. Við höfum þess vegna ástæðu til þess að ætla, að hluti af grænlenzka þorskstofninum sé fæddur við ísland. Mynd 1 sýnir göngur Grænlandsþorsksins til íslands. Eins og við sjáum, byrja göngurnar fyrst að nokkru verulegu leyti veturinn 1929—1930. Þær jukust mjög á árunum 1931 — 1933, en hafa eftir það farið minnkandi. Gönguþorskurinn frá Grænlandi er kynþroska fiskur, sem fer til íslands til þess að hrygna. Göngurnar til íslands hefjast á veturna, frá október til marz, og mestur hluti fisksins er endurheimtur við ísland á hrygningartímanum. Aldur göngufisksins er mest 9—11 ár, og aldursrannsóknir virðast benda til þess, að mestur hluti þessa þorsks, sem liér um ræðir, hafi til- heyrt hinum stóru árgöngum 1922 og 1924. Við sjáum af mynd 1, að hér hefur verið um að ræða mjög miklar göngur, 1933 fór t.d. yfir 70% af þeim þorski, sem merktur var við Grænlrnd, til íslands. Hvað nú viðvíkur merkingum við ísland, verðurn við að greina á milli óþroskaða fisksins og kynþroska fisks. Af öllum þeim óþrosk- aða fiski, sent merktur hefur verið við ísland, hefur ekki einn ein- asti fundizt utan íslandsmiða. En af þeirn 4939 þorskum, sem merkt- ir hafa verið á hrygningarstöðvunum, hafa fengizt af'cur 443, j). e. 8.9%, við ísland, en 23, jt.e. 0.4 %, annars staðar. Það lítur Jtví þannig út, að þorskur, alinn upp við ísland, fari jtaðan ekki og Jteir fáu þorskar, sem veiðzt hafa aftur við Grænland, séu í raun og veru Grænlendingar, sem teknir liafi verið hér á hrygningargöngu. í þessu sambandi skal jtess getið, að einn þorskur, nterktur við ísland, hefur fundizt aftur við Nýfundnaland og örfáir við strendur N oregs. Hvaða leið fer nú jtorskurinn á milli íslands og Grænlands? Um Jtað vitum við ekkert með fullri vissu, en ýmislegt virðist þó benda til Jtess, að liann fari meðfram neðansjávarhrygg, sem liggur milli landanna. Norskur rannsóknaleiðangur 1929 og íslenzkar rannsókn- ir 1936 sýndn, að á Jtessari leið var m.ikið af Jiorski. Hvaða áhrif Iiafa þessar göngur milli Grænlands og íslands Iiaft. fyrir þorskveiðar okkar? Manni er nær að halda, að svo stórar göng- ur, sem verið hafa á árunum 1929—1933, liafi aukið fiskmagnið við ísland. Svo mun eirinig vera. Á mynd 1 sjáum við einnig samanlmrð á göngunum og veiðum

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.