Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1947, Side 34

Náttúrufræðingurinn - 1947, Side 34
26 NÁTTÚRUFRÆfilNGURINN og ennfremur fléttur eða skófir, sem eru sveppir og þörungar í sanr- býli. Sveppir eru blaðgrænulausar rotjurtir eða sníkjujurtir, t. d. gorkúlur og kartöflumyglusveppur. — Allar þessar þrjár megin- greinar teljast til fylkingarinnar miklu, þelinganna. Er þelingum skipt í fleiri greinar en bér er nefnt — oft í 11, (Sbr. ritgerð Sigurðar Péturssonar í 1. hefti Náttúrufr. 1946.) Standa lægstu flokkarnir á takmörkum jurta og dýraríkisins og eiga ef til vill sameiginlega for- feður. Mosar og hálfmosar standa nokkru ofar á lífmeiðinum. Mosar eru mjög algengir hér á landi. Þekkja flestir dýjanrosa, freyjunrosa, dýja- skóf, grámosa o. fl. Byrkningar standa feti hærra. Þeir hafa rætur og fullkomna æða- strengi. Burknar vaxa víða í hraungjótum, giljum, snjódældum og kjarri. Jafnar vaxa innan um lyng og til fjalla. Elftingar eru tals- verðar fóðurjurtir, mjög algengar. Saint eru þær og aðrir byrkningar svipur hjá sjón nú orðið. Fyrrum uxu víðáttumiklir skógar jafna, elftinga og burkna víða unr heim. Eru steinkolalögin leifar þeirra o. fl. gróðurs. Njótum við gömlu byrkninganna jiannig enn í dag. Nokkru ofan við byrkningagreinina skiptist gróðurtréð í tvær nriklar greinar, berfrævinga og dulfrævinga. Er grein berfræving- anna miklu minni en hin á vorum tímum, en var voldug mjög á miðöld jarðsögunnar. Berfrævingar draga nafn af hinum opnu fræblöðum. Þeir eru blómjurtir og bera fræ og standa að því leyti ofar gróplöntunum, sem nefndar eru hér á undan. Elftingarpálmarnir (Gnetum) og ven- usartréð (Ginkgo) eru suðrænir og austurlenzkir, nær útdauðir, eld- gamlir kvistir, stundum nefndir lifandi steingervingar. Köngtd- pálmar (Cycas) eru einnig suðræn grein. Barrtrén eru ennþá algeng skógartré og runnar og mynda barrskógabeltið á norðurhveli jarðar. Einirinn er eini íslenzki barrviðurinn og berfrævingurinn, en greni, fura og barrfellir eru ögn ræktuð hér á landi. Dulfrævingar geyma eggin í lokuðu egglegi. Þeir eru nú full- komnasta og fjölbreytilegasta gróðurfylking jarðarinnar. Blöð þeirra og blóm eru afar margvísleg að útliti og gerð. Flestar jurtir og tré, sem menn þekkja bezt, eru dulfrævingar, t. d. sóleyjar, fíflar, grös, birki, reynir, matjurtir o. s. frv. Dulfrævingastofninn deilist í tvær miklar aðalgreinar: einkímblöðunga og tvíkímblöðunga. Flestir einkímblöðungar bera stakstæð, heilrend, beinstrengjótt eða bogstrengjótt blöð og 3-deild blóm. Stönglar þeirra eru fremur

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.