Náttúrufræðingurinn - 1947, Side 50
42
N ÁTT Ú RUFRÆÐIN GURINN
meir túnið og sé nú svo komið, að hvorki sé óliætt liúsum né mönn-
um og hafi fólkið oft þurft að flýja úr bænum í stórbrimum. Snjót-
iiús og Sauðagerði voru bæði kornin í eyði, þegar séra Jón Vestmann
ritaði sóknarlýsingu Seivogs 1840 (en ekki er fullkunnugt, að það
hafi allt verið Ægi að kenna, því að sandfok af landi liefur líka verið
mikið í Selvogi).
Vestasti bærinn í Selvogslrreppi er Herdísarvík. Um hana segir
Jarðabók, að tjörn, sem sé hjá bænum, grandi túninu, því að hún
fyllist af sjávargangi, svo að bænum sé ekki óhætt fyrir flóði tjarnar-
innar. Síðan hafa þar oft komið stór flóð, eitt þeirra skönrmu eftir
aldamótin og annað á fyrri stríðsárunum eða rétt á eftir. Tók þetta
síðarnefnda flóð af bæinn, sem sennilega hefur staðið þarna frá land-
námstíð. Að minnsta kosti er ólíklegt, að hann liafi verið fluttur nær
sjó þaðan, sem hann fyrst var byggður. En vafalaust hafa mörg stærri
flóð komið en þetta og liefðu tekið bæinn fyrr, hefði landið ekki
staðið hærra þá.
Selvogur er enn að iækka. Má sjá það á því, að sker koma minna
upp úr en áður, og á því, að kampar færast upp á við. Hefur sjór
verið að brjóta fjárborgir, sem byggðar hafa verið nokkuð fyrir ofan
sjávarmál (til skjóls fyrir sauðfé, senr beitt er á fjöruna). í mikia
flóðinu, sem kom fyrir liðlega tuttugu árum, braut sjórinn aðra af
tveim fjárborgum í Nesi. Sjórinn er nú að brjóta þar fjárborg, og
er sagt, að það sé sú, sem eftir stóð árið 1925.
GRINDAVÍK
Frá Herdísarvík er engin byggð við sjó, fyrr en komið er að aust-
asta bænum í Grindavíkurhreppi, og er sú vegalengd um 25 rastir,
og er á þessari leið hið nafnkunna Krýsuvíkurberg.
ísólfsskáli er þar austast við sjó. Getur Jarðabók þess (ár 1703), að
vatnsból, senr þá er grafinn brunnur, sé háskalegt bæði mönnum og
skepnum, enda sjórinn þá kominn svo nærri, að liætta sé á, að brunn-
inn fylli af möl og grjóti, og þá jafnvel hætta á, að jörðin leggist í eyði
af vatnsleysi. Svo illa hefur þó ekki farið. En að sjórinn hefur gengið
upp í brunninn og fyllt hann, má sjá á því, að séra Geir Baclnnann
getur þess árið 18411), að mikill vatnsskortur sé á ísólfsskála og ekki
annars kostur þar en fjöruvatna og sé það vatn haft bæði til neyzlu
heimilisfólks og búpenings. En fjöruvötn eru nefndar þær upp-
1) Geir Bachmann: Lýsing Grindavíkursóknar 1840—41.