Náttúrufræðingurinn - 1947, Qupperneq 51
NÁTTÚRUFRÆfilNGURINN
43
sprettur, einatt aðeins seytlur, sem koma upp fyrir neðan flóðmál og
ekki er liægt að ná til nema um fjöru. Líka getur séra Geir þess,
að sjór brjóti land á Isólfsskála og sandur frá sjónum sé farinn að
berast upp í selalátur jarðarinnar undir Festarfjalli og spilla þeim.
Frá ísólfsskála eru 4—5 rastir til hinnar eiginlegu Grindavíkur-
byggðar, því að björg eru nreð sjónum, svo að ekki verður farin
stytzta leið, lieldur verður að fara kringum Festarfjall.
Jarðabók (1703) getur þess, að sjór brjóti af túninu á Hópi, svo og
land Þol'kötlustaða, einkum hjáleigunnar Bugðungu, og sé hætt við
enn meira landbroti. Fór það og svo, því að eitthvað liðlega 100 ár-
um síðar, þurfti að flytja tvær hjáleigur Þorkötlustaða, sem voru í
landsuður að sjá frá bænum, hærra upp á túnið, því að svo nærri
þeim var sjórinn þá farinn að ganga. Var önnur þessara hjáleigna
Bugðunga (Bullunga), en hin var Klöpp.
Selalátur hafði verið syðst í Þorkötlustaðanesi, en séra Geir segir
(1841), að sélurinn liafi „vegna brims og uppbrots á landið yfirgefið
látrin". Vera má, að fleira kunni að hafa komið til en landbrotið, að
selurinn fór, en það skiptir engu máli. Aðalatriðið er, að séra Geir
er kunnugt um, að þarna hefur brotið svo mikið land, að hann álítur
það næga skýringu.
En um 40 árum áður en séra Geir ritaði lýsingu Grindavíkur,
hafði sjórinn gert mikinn usla á prestsetrinu Stað: skemmt þar tún,
brotið mikið land og tekið alveg af tvær hjáleigur, er liétu Sjávarhús
og Litlagerði. Sópaði þá burt ölhun jarðvegi, þar sem Sjávarhús
höfðu staðið, svo að þar var ekki annað el'tir en ber klettur. „Fellur
nú sjór á milli klettsins og naustanna í hverju stórstraunrsflóði,“
segir séra Geir og ennfremur, að þar, sem Litlagerðishúsin stóðu,
sé nú hár og stórgrýttur malarkambur. Hann lýsir túnunum á prests-
setrinu þannig, að þau séu „mikið slétt, og í gróandanum yfrið fög-
ur,“ en þau skemmist nokkuð af sandfoki, og það sem verra sé, að
þeirn er „af sjávar ágangi líka mikill skaði búinn, af sunnanveðrum
og brimi“. Um jörðina Húsatóttir er sagt í bréfi dags. 19. maí 1703,
að hún sé skaðvænlegum grjóts- og sjávargangi undirlögð. En séra
Geir segir um hana meðal annars: „Milli túnsins og sjávarins er
landið mjög lágt, og í sjávargangi gengur löðrið svo að segja alveg
upp undir klettana, (sem túnið er á). Hefur jörð þessi mjög liðið við
það, því að smágrjót og sandur er nú nægur á láglendi þessu. Muna
gamlir menn, að þar Iiafi verið allgott beitiland, ef ekki líka slægju-
land.“ Loks getur Jarðbók Járngerðarstaða, að sjór brjóti nokkuð á