Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 7
Esjufjöll (Guðmundur frá Miðdal tciknaði)
Jöklarannsóknir skipulagðar
Jöklarannsóknafélag íslands var stofnað í Reykjavík 22. nóvember
1950. Var boðað til stofnfundar af nokkrnm náttúrufræðingum og
ferðamönnum í sameiningu. Um 40 meðlimir gengu í félagið á
stofnfundi, en allmargir hafa bætzt í hópinn síðan. Bráðabirgðalög
voru samþykkt og kosin stjórnarnefnd til þess að endurskoða þau og
leggja fyrir framhaldsstofnfund. í stjórnarnefnd eru þeir Árni Stef-
ánsson, Guðmundur Kjartansson, Jón Eyþórsson, Sigurjón Rist og
Trausti Einarsson. Hefur nefndin fest kaup á járnskála á Keflavíkur-
flugvelli, og er ráðgert að reisa hann í Esjufjöllum í Breiðamerkur-
jökli í sumar. Esjufjöll eru ókönnuð með öllu, og liafa ýmsir íslenzk-
ir náttúrufræðingar hug á að gera þar skipulegar rannsóknir sumar-
ið 1952. Síðar er ætlunin að reisa vistlegan skála í Esjufjöllum og
hafa þar snjóbíla eða vélsleða til ferða um Vatnajökul. Verður þá
einnig hægt að greiða fyrir ferðamönnum, enda leggur félagið á-
herzlu á samstarf fræðimanna og ferðamanna. Allar rannsóknir á
jöklum krefjast dugandi ferðamanna og bezta ferðabúnaðar, sem
völ er á.
Verkefni eru ærin fyrir félag þetta, umfangsmeiri og fjölbreyttari
en ætla má, að það hafi bolmagn til að leysa af liendi. Ferðamenn,