Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Síða 8

Náttúrufræðingurinn - 1951, Síða 8
2 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN sem leggja leið sína um öræfin geta unnið mikið gagn með því að athuga breytingar á skriðjöklum, sem þeir fara nálægt. Væri því æskilegt, að þeir létu stjórn félagsins vita um ferðir sínar, ef því verður komið við. Jöklar þekja býsna stór svæði af landi voru. Þeir atburðir geta gerzt, að nauðsynlegt sé að hafa staðkunnugum og æfðum jökulför- um á að skipa. í öðru lagi er svo mikill áhugi fyrir jöklarannsóknum meðal erlendra fræðimanna, að íslendingar verða sér til minnkunn- ar, ef þeir hafa enga framkvæmd í þeim efnum, eins og staðhættir eru hér á landi. Febrúar 1951 Jón Eypórsson. Hitabreytingar í 20. árg. Náttúrufræðingsins ritaði ég grein um hitabreytingar á íslandi. Voru hitabreytingar raktar til ársloka 1948 í Reykjavík, en nokkru skemur annars staðar. Til samanburðar var notaður meðal- lagsliiti á tímabilinu 1901 — 1930. bæði í einstökum mánuðum og yfir árið. Á 73. bls. í nefndri grein er h'nurit yfir meðalhita á 5 ára tímabil- inu 1941 — 1945. Nú má bæta þar við meðalhita áranna 1946—1950, en hann hefur verið 4,7 st. eða 0,8 st. kaldari en tímabilið 1941 — 1945. Árið 1949 var meðalhitinn aðeins 3,8 st„ og er það kaldasta ár, sem komið hefur síðan 1921, en þá var meðalhiti ársins 3,7 st. Ef borinn er saman meðalhiti áranna 1901 — 1930 og 1921—1950, verður útkoman þessi: j F M A M J J A S O N D Ár 1901-30 .... -0,6 -0,3 0,3 2,4 6,1 9,4 11,1 10,4 7,8 4,2 1,3 -0,2 4,3 1921-50 .... 0,2 0,5 1,6 3,3 6,8 9,6 11,5 10,9 8,3 4,6 2,2 1,2 5,0 Mismunur 0,8 0,8 1,3 0,9 0,7 0,2 0,4 0,5 0,5 0,4 0,9 1,4 0,7 Þrátt fyrir nokkra kólnun síðustu 4 árin er tímabilið 1921 — 1950 í heild sinni hið hlýjasta, sem komið hefur síðan 1871, er reglu- bundnar hitamælingar hófust í Reykjavík. Jón Eypórsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.