Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 17

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 17
ÍSLENZKAR STARIR II hann töluverðu, þar á meðal störunr. Danski grasafræðingurinn Ja- petus Steenstrup salnaði hér einnig miklu 1839—40, og er hann tal- inn mjög áreiðanlegur heimildarmaður. En með gróðurrannsóknum Chr. Grönlund prófessors 1868 og síðar 1876 hefst í'yrst raunsæ þekk- ing á útbreiðslu íslenzkra stara. í íslandsflóru hans frá 1881 eru til- færðar 31 tegund, og vaxa 26 þeirra hér nú með vissu. Síðan halda rannsóknirnar svo að segja óslitið áfram fram til aldamóta. Eru þeir Stefán Stefánsson og Helgi Jónsson liinar lýsandi stjörnur í þeim efnum, eins og mörgum mun kunnugt. í fyrstu útgáfu Flóru íslands, senr prentuð var 1901, eru skráðar ásamt útbreiðslu 33 tegunda stara, er vitað var, að örugglega voru hér til. Vitanlega tel ég hér með flœðastörina (C. subspatacea), þar sem lnin er aðeins klofningur úr marstörinni (C. salina) og var þá ekki kunn öðruvísi en sem afbrigði. Áframlialdandi rannsóknir 20. aldarinnar liafa síðan aukið mjög á þekkingu um útbreiðslu tegundanna, og 9 ókunnar starir liafa komið í leitirnar. Hafa ýmsir lagt þar hönd á plóginn. En þess er þó vert að geta, að sá sem mest og bezt hefur rannsakað staragróður íslenzka há- lendisins, er Steindór Steindórsson, og hefur hann birt árangurinn af þeim rannsóknum í myndarlegu riti, er út kom 1945, í hinu mikla ritsafni Botany of Iceland. IX. Fyrstu finnendur nokkurra tegunda Skal ég nú til fróðleiks benda á fyrstu fundarstaði nokkurra stara- tegunda, síðastliðin 130 ár, og tilgreina finnendur þeirra. Móastör (C. rupestris). A. Mörch finnur tegundina við Stapa á Snæfellsnesi. Ekki endurfundin þar, en vex í Breiðafjarðareyjum. Skriðstör (C. Mackenziei). Finnandi einnig A. Mörch. Óx í Grund- arfirði á Vesturlandi. Flóastör (C. limosa). Fundin fyrst í Reykholti í Borgarfirði 1840 af Steenstrup. ígulstör (C. echinata). Einnig fundin af Steenstrup 1840 í Ólafs- daþ í Tálknafirði og á Stað á Snæfjallaströnd. Kollstör (C. macloviana). Fundin af Grönlund 1876 við Helluvað í Mývatnssveit. Dvergstör (C. glacialis). Fundin af dr. Lundgren 1871 við Mývatn. Grástör (C. flacca). Grönlund telur sig hafa fundið þessa tegund í Skagafirði 1876. Þar sem ekkert eintak er til frá þessum stöðvum og

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.