Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 17
ÍSLENZKAR STARIR II hann töluverðu, þar á meðal störunr. Danski grasafræðingurinn Ja- petus Steenstrup salnaði hér einnig miklu 1839—40, og er hann tal- inn mjög áreiðanlegur heimildarmaður. En með gróðurrannsóknum Chr. Grönlund prófessors 1868 og síðar 1876 hefst í'yrst raunsæ þekk- ing á útbreiðslu íslenzkra stara. í íslandsflóru hans frá 1881 eru til- færðar 31 tegund, og vaxa 26 þeirra hér nú með vissu. Síðan halda rannsóknirnar svo að segja óslitið áfram fram til aldamóta. Eru þeir Stefán Stefánsson og Helgi Jónsson liinar lýsandi stjörnur í þeim efnum, eins og mörgum mun kunnugt. í fyrstu útgáfu Flóru íslands, senr prentuð var 1901, eru skráðar ásamt útbreiðslu 33 tegunda stara, er vitað var, að örugglega voru hér til. Vitanlega tel ég hér með flœðastörina (C. subspatacea), þar sem lnin er aðeins klofningur úr marstörinni (C. salina) og var þá ekki kunn öðruvísi en sem afbrigði. Áframlialdandi rannsóknir 20. aldarinnar liafa síðan aukið mjög á þekkingu um útbreiðslu tegundanna, og 9 ókunnar starir liafa komið í leitirnar. Hafa ýmsir lagt þar hönd á plóginn. En þess er þó vert að geta, að sá sem mest og bezt hefur rannsakað staragróður íslenzka há- lendisins, er Steindór Steindórsson, og hefur hann birt árangurinn af þeim rannsóknum í myndarlegu riti, er út kom 1945, í hinu mikla ritsafni Botany of Iceland. IX. Fyrstu finnendur nokkurra tegunda Skal ég nú til fróðleiks benda á fyrstu fundarstaði nokkurra stara- tegunda, síðastliðin 130 ár, og tilgreina finnendur þeirra. Móastör (C. rupestris). A. Mörch finnur tegundina við Stapa á Snæfellsnesi. Ekki endurfundin þar, en vex í Breiðafjarðareyjum. Skriðstör (C. Mackenziei). Finnandi einnig A. Mörch. Óx í Grund- arfirði á Vesturlandi. Flóastör (C. limosa). Fundin fyrst í Reykholti í Borgarfirði 1840 af Steenstrup. ígulstör (C. echinata). Einnig fundin af Steenstrup 1840 í Ólafs- daþ í Tálknafirði og á Stað á Snæfjallaströnd. Kollstör (C. macloviana). Fundin af Grönlund 1876 við Helluvað í Mývatnssveit. Dvergstör (C. glacialis). Fundin af dr. Lundgren 1871 við Mývatn. Grástör (C. flacca). Grönlund telur sig hafa fundið þessa tegund í Skagafirði 1876. Þar sem ekkert eintak er til frá þessum stöðvum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.