Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 19

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 19
ÍSLENZKAR STARIR 13 Hrísastör (C. adelostoma). Fundin 1947 af Ingólfi Dav. og Johs. Gröntved í Svanshólsflóa í Bjamarfirði NV. Heiðastör (C. holostoma). Hana fann Áskell Löve norðanlands á Vaðlaheiði 1947. Gljástör (C. pallescens). Stör þessa fann ég að Ytri-Hrafnabjörgum í Hörðudal V. 1949. Mjög einkennilegur fundur. Hefur víst fáum dottið í hug, að þessi stör yxi hér. Hagastör (C. pulicaris). Fundin af Ingólfi Davíðssyni í Nípu í Norðfirði 1949. 3. mynd. Loks má geta tveggja starafunda, sem enn hafa ekki hlotið örugga nafngreiningu. Aðra þessa tegund fann Vilhjálmur Grímsson bóndi að Rauðá N. 1926 og óx hún í ríkum mæli í Fljótsheiðinni. Það er þessi stör, sem gengur undir nafninu gaddastör eða C. Pairaei í Flóru íslands. En það nafn er gersamlega rangt. Er nauðsynlegt að athuga tegundina á vaxtarstaðnum, því að þau eintök, sem nú eru til, eru ekki nógu vel með farin. Ég hef rannsakað flest eintökin og minna þau á rjúpustör og línstör í senn. En bastarður þessara tveggja tegunda frá Skandinavíu er mjög ólíkur íslenzku störinni, enda virð- ist hún þroska vel fræ, en það gerir bastarðurinn ekki. Er ég þeirrar skoðunar, að hér sé um mjög athyglisvert afbrigði eða undirtegund (subspecies) að ræða af línstör (C. brunnescens). En sem sagt, þetta verkefni er enn óleyst. Hinn fundurinn er írá árinu 1943. Þá fann Steindór Steindórsson stör að Skógi á Rauðasandi.1 Minnir hún á C. vesicaria að ýmsu leyti. Gæti verið afbrigði af henni. En einnig er hugsanlegt, að hér sé um bastarð að ræða milli C. saxatilis og C. ]) Síðar fundin í Víðidal í Lóni og í Sælulnissflóa við Kaldadal.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.