Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 25
ÍSLEN/.KAR STARIR 19 vegna ófullnægjandi rannsókna, eru þær eigi að síður vísbending um það, að hinn kuldaþolni starastofn muni eiga liér styrkar rætur, sem kæmi þó enn betur fram, ef magn tegundanna væri athugað í hinum kaldari landshlutum. Skal nú athugað hvernig starategundirnar skiptast í lífmyndir, þ. e. hvernig þær varðveita brum jarðstönglanna yfir veturinn. 20 tegundir hafa brumin neðanjarðar, eru geophytar eða jarðplöntur, 20 tegundir geyma brumin í gróðursverðinum, eru liemikrypto- phytar, eða svarðplöntur, og 2 tegundir eru lielophytar, eða vatna- plöntur, brumin oftast í vatnsbotninum. Ef lífmyndir tegundanna á ofannefndum vaxtarsvæðum eru athugaðar, verður niðurstaðan sú, að á N-svæðinu eru 18 tegundir svarðplantna og 18 tegundir jarð- plantna, en á S-svæðinu eru 17 tegundir svarðplantna og 18 tegundir jarðplantna, svo að skiptingin getur varla jafnari verið. Enda virðast lífmyndir staranna litlu eða engu ráða um útbreiðslu þeirra að öðru leyti en því, hvað magn snertir á vissum stöðum. XI. Tímgunarhœfileiki staranna Þá komum við að því, sem er þýðingarmikið atriði, þegar rætt er um, hvernig starirnar hafi flutt sig frá einum stað til annars hér á landi, en það eru útbreiðslu- og tímgunarmöguleikar þeirra. Rann- sóknir í þeim efnum eru fáar, og engar hér á landi. Utbreiðsla þeiria fer fyrst og fremst fram með jarðsprotum eða renglum sbr. gulstör, tjarnastör, vetrarkvíðastör og bjúgstör. En seinlegt hlýtur að vera að komast milli héraða á þann liátt. En þá er frædreifingin. Reynslan hefur sýnt, að fræ margra starategunda spírar illa, og sum- ar starir bera sjaldan eða aldrei þroskað fræ eins og t. d. tjarnastörin. Auk þess á starafræ erfitt að berast langt frá móðurplöntunni af sjálfsdáðum. Sumar tegundirnar geta vaxið árum saman á afmörkuð- um bletti án þess að breiðast út, enda þótt skilyrði til þess að vaxa á næsta leiti séu jafngóð, sem dæmi um það má nefna lirafnastör. Teg- undir með lóðrétta jarðstöngla, þýfnar, breiðast mjög hægt út. Mín skoðun er, að sumar starategundirnar okkar hafi mjög takmarkaða hæfileika (að minnsta kosti nú orðið) til þess að breiðast út með fræjum. Spírunarhæfileiki starafræja hefur verið rannsakaður hér á landi einu sinni, að því er ég veit. Fyrir rúmum 30 árum safnaði ég fræi af gulstör, og var það sent út til athugunar. Spírunarhæfni fræs- ins var ekki góð og ekkert sambærileg við spírunarhæfni grasfræs. Þó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.