Náttúrufræðingurinn - 1951, Side 27
ÍSI.ENZKAR STARIR
21
stör (C. pilulifera). Nú eru bæði dúnhulstrastör, grástör og hagastör
algengar í Færeyjum og á Bretlandseyjum, en íinnast ekki í Græn-
landi, þær eru því óefað komnar úr suður- eða suðausturátt, enda
bera fundarstaðirnir þess vitni. En hvernig hafa þær þá komizt hing-
að? Það er hægt að hugsa sér þrjá möguleika: 1., að þær liafi komið
eftir landbrú, er tengdi ísland við Færeyjar. 2., að farfuglar hafi flutt
fræ tegundanna hingað, annaðhvort frá Færeyjum eða Bretlandseyj-
um. 3., að fræ tegundanna liaíi borizt hingað með Pöpurn eða land-
námsmönnum. Hvað fyrsta atriðið snertir telja sérfróðir menn full-
víst, að landið hafi verið úr tengslum við önnur lönd að síðustu ísöld
lokinni. Þriðja atriðið tel ég engu sennilegra eftir fundarstöðum teg-
undanna að dæma. Er þá ekki um annað að ræða en að farfuglar
hafi séð um flutninginn, og væri það vel hugsanlegt, þegar vaxtar-
staðirnir eru athugaðir og þar sem tekizt hefur að sanna, að fuglar,
sem á dýrafæðu lifa, geta flutt fræ milli landa í meltingarveginum.
En sem sagt, um það hvernig jressar tegundir hafa komizt hingað,
getum við ekkert fullyrt. Frekari athugun á útbreiðslu þeirra rnundi
ef til vill leiða eitthvað nýtt í 1 jós. Um safastörina er hið sama að
segja og um hinar þrjár, að öðru leyti en því, að ekki er fjarri lagi
að ætla, að liún hafi flutzt inn með Pöpum eða landnámsmönnum,
þar sem hún er algeng bæði á Bretlandseyjum og í Noregi. Að
minnsta kosti hefur tegundin komið seint inn í landið, ef dærna rná
i'it frá þekktum fundarstöðum hennar. Þó liallast ég frekar að því,
að fuglar hafi flutt liana inn (sjá útbreiðslukort). Gljástörin er eina
starategundin, er ég hygg, að standi næst því, að liafa tekið hér ból-
festu á landnámstíð. Eini fundarstaður hennar, sent þekktur er, ligg-
ur rétt við túnjaðarinn á Ytri-Hrafnabjörgum í Hörðudal og er út-
breiðslan mjög takmörkuð. Hörðudalur byggðist og snemma. Það er
einnig athyglisvert, að tegundin er hvorki í Færeyjum né á Græn-
landi, en mjög algeng á láglendi í Noregi, og gat því mjög auðveld-
lega borizt liingað með heyflutningum fornmanna.
XIII. Hagnýt þýðing staranna
Þorvaldur Thoroddsen getur þess til, að 8% af öllu yfirborði ís-
lands sé mýrlendi og votlendi. Ef Jressi mýrasvæði væru samfelld og
mynduðu ferning, yrði sá ferningur livorki meira né minna en 91
km á hvern veg. Nú er það vitað, að starirnar eru ráðandi tegundir
mýragróðursins, og hafa því haft mikilsverðu hlutverki að gegna í