Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 37
Marteinn Björnsson og Þorbjörn Sigurgeirsson: Athuganir á þaragróðri í Breiðaíirði í júií- og ágústmánuði sumarið 1950 var að tilhlutan Rannsókna- ráðs ríkisins gerð athugun á þaragróðri á allstóru svæði á norðan- verðum Breiðafirði. Athugun þessi var einkum gerð til þess að afla upplýsinga um þaramagnið og fá úr því skorið, hvort fyrir hendi væri nægilegt þaramagn til þess að standa undir þaravinnslu í stór- um stíl. Slíkar athuganir eru nú gerðar víða um heirn og má skoða það sent undirbúning að því, að mannkynið taki í sína þágu hinar miklu hráefnalindir, þörungana, sem hingað til hafa legið ónotaðir á sjáv- arbotni. Víðtækar rannsóknir fara nú einnig frarn á því, hvernig þörungarnir verði bezt hagnýttir og gefur það vonir um, að þeir verði í framtíðinni notaðir sem hráefni fyrir fjölþættan elnaiðnað. Sem stendur eru sæþörungarnir einkum notaðir við vinnslu ýntissa ldaupefna, svo sem algin, agar og carrageenin, en auk þess eru þurrk- aðir þörungar talsvert notaðir til fóðurs og jafnvel til manneldis. Eitt er það einkum, sem torveldar ákvörðun þaramagnsins, en Jrað er hversu ójafn vöxturinn er. Þarinn vex venjulega í breiðum, með auðum svæðum á milli og jafnvel í þarabreiðunum er þéttleik- inn mjög misjafn, einkum þar sem botn er grýttur. Ef safnað er þara af svo sem 1 m2 svæði, t. d. með botngreip, og hann veginn, verður því útkoman mjög mismunandi og mikinn fjölda slíkra mælinga verður að gera til þess að fá góða hugmynd um nieðal þaramagnið. Auk þess er það nokkrum vandkvæðum bundið að nota botngreip, vegna þess að þarinn er mjög stórvaxinn og lengd hans margfalt meiri en þvermál opsins á botngreipinni og því erfitt að tryggja að greipin taki þara, sem vex á jafn stóru svæði og op hennar segir til um. Hér var því tekið Jtað ráð að senda niður kafara og láta hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.