Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 38

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 38
NÁTTÚRUF RÆ ÐINGURINN 32 safna í poka öllum þara, sem hafði festu á 5 m2 svæði, sem valið var af handahófi áður en kafarinn var sendur niður. Einnig gekk kafar- inn um svo sem 500 m2 svæði og fékk við það allgóða hugmynd um þaramagnið, bæði live mikill hluti botns var þakinn þara og eins, hvort staður sá, sem þarinn var tekinn af, gaf rétta hugmynd um meðal þéttleikann. Að jafnaði var kafað um það bil einu sinni á klukkustund, en þó að köfunin sé þetta seinleg má telja öruggt að aðferð þessi gefur meiri og öruggari upplýsingar um þaramagnið en fást mundu á sama tíma með því að nota botngreip. Auk þaramagns fæst þá um leið þekking á vaxtarháttum þarans og botnlagi. Þar sem dýpið er innan við 10 m mætti auk þess nota léttari kafarabúning en liér var notaður, og myndi þá köfunin ganga mun fljótar. Svæði það, sem tekið var til athugunar takmarkast að vestan af línu milli Skáleyja og Skálaness og að sunnan af línu frá norðurenda Skáleyja til syðsta hluta Reykjaness (sjá kort). Fyrst var farið um svæðið á báti, dýpið mælt og þarakló eða krók- ur dreginn eftir botninum til þess að fá hugmynd um livar væri þari og hvar ekki. Á mestum hluta svæðisins reyndist minna en 10 m með- aldýpi og varð alls staðar vart við einhvern þara, mest hrossaþara en einnig beltisþara. Á 10—15 m dýpi varð víðast hvar vart einhvers hrossaþara og á nokkrum stöðum kom einnig upp beltisþari. Þar sem dýpið var yfir 15 m varð mjög lítið vart við þara, aftur á móti kom klóin hér upp með talsvert af kerlingarhári. Kafanir fóru fram á 19 stöðum, völdum af handahófi og dreifðum sem bezt um allt svæðið. í 5 tilfellum var dýpið 10—15 nr og reynd- ist meðalþaramagnið hér um 1 kg/m2. Hinar kafanirnar voru allar gerðar á minna en 10 m dýpi og reyndist þaramagnið ltér um 3 kg/m2 að meðaltali. Tala þessi er þó engan veginn nákvæm en telja má víst að meðal þaramagnið á svæð- inu l'rá neðra fjöruborði til 10 m meðaldýpis sé þarna milli 2 og 4 kg/m2. Svæði það, sem rannsakað var, skiptist í tvennt af þorskaljarðar- álnurn, sem gengur út frá Þorskafirði og er allur yfir 10 m djúpur. Állinn er ekki vaxinn þara, en l'yrir vestan hann eru grynningar, sem ganga frá Skáleyjum til Skálaness og er dýpið á miðjum hryggnum aðeins 5—6 m. Á grynningum þessum skiptast á þarabreiður og skeljasandseyður. Um fjöru má sjá þara og skeljasandsbreiðurnar úr lofti. Kemur þá í Ijós að þær eru yfirleitt nokkuð reglulegar að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.