Náttúrufræðingurinn - 1951, Síða 41
ATHUGANIR Á ÞARAGRÓÐRl í BREIÐAFIRUl
35
þær eftir í skeljasandsbeltunum, þar sem þær molna niður fyrir áhrif
öldugangsins. Botninn í þarabeltunum er vfirleitt sæmilega sléttur
malarbotn, en á milli þeirra er hann þakinn sléttum, fínum skelja-
sandi.
Þaragróðurinn er hér nijög stórvaxinn. Bæði hrossa- og beltisþarar
eru um 2 kg. að meðaltali og um 3 m iangir, en geta þó orðið að
minnsta kosti 5 m.
Svæðið austan Þorskafjarðarálsins liggur að miklu leyti í vík eða
vog suðvestur undir Reykjanesinu og gætir þar mjög lítið sjávarfalla-
strauma. Hér verður lítið vart við skeljasandsbletti, en þarinn vex
samfellt í stórum breiðum og er þéttvaxnari en smávaxnari heldur
en á svæðinu vestan álsins. Botninn er sæmilega sléttur malarbotn
og hér vex næstum eingöngu hrossaþari.
Alls var athugað um 60 km2 svæði og var þaramagn svæðisins ails
áætlað um 130,000 tonn. 40 km2 eru grynnri en 10 m og vex hér um
bil allur þarinn á því svæði, um 3 kg. á fermetra að meðaltali. Um
34 af þaranum er hrossaþari en 14 beltisþari.
Sigurður Pétursson:
Nokkrar athuganir á þaragróðri undan
Reykjanesi og Skálanesi á Breiðafirði
1. Þaragróður undan Reykjanesi, á 5—10 m dýpi
Á þessu svæði var aðalgróðurinn hrossaþari (Laminaria digitata),
en slæðingur var einnig af beltisþara (Laminaria saccharina). Víða
fannst talsvert af kerlingarhári (Desmarestia aculeata). Voru þessar
þrjár tegundir að þunga til næstum 100% þess þara, er þarna var
tekinn upp. Magn annarra þarategunda, sem þarna fundust var
hverfandi lítið. Voru það allt saman smávaxnir þörungar, sem uxu
á leggjum og þönglum Laminaria-tegundanna eða á steinum í botn-
inum. Af þessum tegundum var mest um kóralþang (Corallina offi-
cinalis), brúnfjöður (Chaetopteris plumosa) og kalkmyndandi rauð-