Náttúrufræðingurinn - 1951, Qupperneq 46
40
NÁTTl) RUFRÆfilN G IJ RIN N
vold og samstarfsmenn lians leit að síldinni í Noregshafinu. Þeir
komust á þá skoðun, að í maí og júní liéldi norska síldin sig aðallega
á hafsvæðinu fyrir norðan Færeyjar, en í júlí, þegar minna var orðið
um átu á því svæði, gekk hún norður á bóginn. Eftirtektarverðast
var það, að hún virtist forðast kalda sjóinn í Austur-íslandsstraumn-
um. Virtist meginliluti hennar leggja leið sína fyrir austan köldu
tunguna, norður á bóginn í áttina til Jan Mayen. En nokkur hluti
mun hafa gengið fyrir vestan hana norður með Austfjörðum. Mest
virtist þeim vera um síld nálægt straumamótum, enda var þar mest
um átu, og er það í samræmi við okkar eigin rannsóknir fyrir norðan
og austan land. Devold telur líklegt, að síldin sæki einkum í hlýjan
sjó á sumrin, meðan hún er að fita sig, vegna þess að efnaskiptin eru
örari við hærra hitastig. Hinsvegar sæki hún í kaldan sjó, þegar
haustar og minna verður úm æti, vegna þess að þá haldist henni bet-
ur á þeirri forðanæringu, sem henni hefur tekizt að afla sér yfir sum-
arið. Það þótti því líklegt að hún leitaði yfir í Austur-íslandsstraum-
inn, þegar Iiaustaði og fylgdi lionum, sem leið liggur frá Jan Mayen
og suður til Færeyja. Síðan gengi hún þvert á golfstrauminn, sem
streymir upp með Noregsströndu, og inn á grunnmiðin, en einnig
gat komið til mála, að hún forðaðist hlýja sjóinn og gengi djúpt,
undir golfstraumnum.
Rannsóknarskipið G. O. Sars er nýlega (þann 23. jan. 1951) komið
úr rannsóknarför, sem hófst þann 8. desember. Byrjað var á því að
rannsaka Austur-íslandsstrauminn, en síldin fannst ekki fyrr en
kornið var suður undir Færeyjar. Eftir það var hægt að fylgja síldar-
torfunum á leið þeirra upp að norsku ströndinni. Þegar ekki var um
greinileg hitaskipti að ræða, syntu torfurnar með tveggja sjómílna
Iiraða, en þær stönzuðu í fleiri daga, ef þær mættu hitaskiptum á
leiðinni. Oft fór rannsóknarskipið langar krókaleiðir, án þess að
finna nokkrar torfur, og snéri síðan við og leitaði þar sem lniast
mátti við að torfurnar væru á leiðinni, og fann þær alltaf aftur. Síld-
in liélt sig alltaf í kalda sjónuni, rétt innan við austurvegg straums-
ins, og ekki það djúpt, að ókleyft vœri að veiða liana. Þessar athug-
anir styðja nijög þá skoðun, að fiska megi síldina í úthafi, ef nægi-
lega góð veðurskilyrði eru á hafinu. Þegar að golfstraumskvíslinni
kom, urðu fiskifræðingarnir þess áskynja, að síldin gekk ekki undir
golfstrauminn, lieldur gegnum liann. En þegar hún nálgaðist land-
grunnið, varð erfiðara um eftirgrennslanir, vegna þess að asdic-tækið
var þannig stillt, að erlitt var að leita með því á grunnmiðum.