Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 50

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 50
44 NÁTTÚRUF RÆ BINGURINN norðanlands og um hálendið. Einkum voru rannsökuð fjöll í ná- grenni Mývatns og liálendið suður af Mývatni. Hollenzkur jarðfræðistúdent, J. Hospers, sent stundar nám við Cambrigde-háskóla í Englandi, iékkst við jarðfræðilegar atlniganir á svæðinu ntilli Eyjafjarðar og Laxárdals í Þingeyjarsýslu um tveggja og hálfs mánaðar tíma. Mörg sýnishorn af bergtegundum voru tekin til ákvörðunar á eðlisþunga, seguleiginleikum, efnasamsetningu og aldri. Jarðskjálftamælir var settur upp á Akureyri, en sýndi enga jarð- skjálfta á þessurn tíma. Frá Þýzkalandi Þýzkur jarðfræðingur, dr. Emmy M. Todtmann frá Hamborg, rannsakaði jökulruðninga, sem skriðjöklar frá Vatnajökli hafa borið fram. Atliugaði hún í þessu skyni Skeiðarár-, Skaftafells-, Svínafells-, Kvíár-, Hvítár-, Breiðamerkur-, Hoffells- og Brúarjökul. Rannsókn- ir þessar eru framhald rannsókna, sem dr. Todtmann vann að við Vatnajökul árin 1931 og 1934. Frá Frakklandi Franskur jarðfræðingur, P. Bout, var hér á vegum Grænlandsleið- angurs P. E. Victors um mánaðartíma. Hann ferðaðist um og gerði jarðfræðilegar athuganir á suðvesturlandi. Tveir franskir vísindamenn, F. Munck og A. Joset, tilheyrandi Grænlandsleiðangri P. E. Victors, unnu hér að þyngdaraflsmæling- um bæði vor og haust, þegar leiðangurinn kom hér við á ferðum sínum til og frá Grænlandi. Mælingar þessar voru gerðar í samvinnu við rannsóknaráð, háskólann og jarðboranir ríkisins og var mæít með allri suðurströndinni austur að Kirkjubæjarklaustri, út á Reykjanes og inn til Hveravalla. Við þessa skýrslu Rannsóknaráðs ríkisins má bæta, að norska rann- sóknarskipið „G. O. Sars“, undir stjórn Finns Devold, var að rann- sóknum fyrir norðan og austan ísland í júlímánuði. Skozka rannsóknarskipið ,,Scotia“, undir stjórn dr. J. H. Frasers, var að svifrannsóknum undan Suðurlandi í byrjun september. Danska rannsóknarskipið ,,Dana“, undir stjórn dr. Á. Vedel Tán- ings, gerði athuganir á útbreiðslu síldarseiða undan suðurströndinni í byrjun ágústmánaðar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.