Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 13
ÍSLENZKAR SÆSKELJAR 7 um árum liðnum. Bæði frá Pleistocen-tímanum og eftir síðustu ísöld er til fjöldi skeldýrafunda, en meginhluti þeirra er endurspeglun tegunda, sem nú lifa við strendur landsins, en um þær rannsóknir verður ekki rætt hér. lin tvennt er ljóst af framansögðu: 1. Að skeldýrin hafa fylgt landinu okkar frá því í árdögum. 2. Að margar nútímategundir, sem lifa við strendur landsins, hafa átt hér lieima samfleytt um nokkrar miljónir ára. IV. Skeldýrarannsóknir hér við land og rii um íslenzk skeldýr Svo er frá skýrt í Egilssögu SkallagTÍmssonar, að þegar Egill hafði kveðið sína fyrstu vísu, þá þrevetur, í veizlu hjá venzlafólki föður hans, hafi Ingvarr mágur Skallagríms gefið honum í skáldalaun kúf- unga 3 og andaregg. Þetta sýnir, að skeldýr hafa þegar á söguöld, eins og enn í dag, verið mikilsvirt sem leikföng. Um skipulega söfnun var auðvitað ekki að ræða á þeim tímum. En óefað hafa algengustu tegundir skelja og kufunga fengið mjög snemma þau alþýðunöfn, sem þau bera enn í dag. Skeldýra er annars ekki getið í ritum svo orð sé á gerandi fyrr en á fyrri hluta 17. aldar. Þá skrifar Gísli Oddsson, biskup í Skálholti, sína De Mirabilibus Islandiae, og Jón Guðmnnds- son hinn lærði bókina: Ein stutt Undirrietting um Islands adskilian- legar Náttúrur. í ritum þessum eru nefndar nokkrar skeljategundir, allar mjög algengar, svo sem: kúfskel, hörpudiskur, báruskel, lirók- (fiska)skel, krœklingur, aða, sandmigur (þ. e. smyrslingur) og gimbur- skel. Næstu hundrað árin er hvergi minnst á íslenzkar skeljar í fræði- ritum, að undanteknu því, að hollenzkur náttúrufræðingur, Valen- tyn að nafni, talar nm Yslansze mosselen, þ. e. hörpudiskinn, í rit- gerð frá 1726. Fyrst eftir að Linné hefur gerzt brauðryðjandi á sviði náttúruvís- indanna, tekur að lifna yfir náttúrufræðirannsóknum, bæði hér sem annars staðar. í ferðabók þeirra Eggerts Ólafssonar og Bjarna Páls- sonr frá árunum 1752—1757, getur Eggert fjögurra skeljategunda auk þeirra sem nefndar eru í riturn þeirra Jóns og Gísla. Þær eru: gluggaskel og hallloka, sem liann nefnir sogskel, bergbúi (frá Viðey) og trémaðkur. Síðast nefnd tegund hel'ur líklega verið drumbmaðk- ur (Teredo megotara), þó er það ósannað mál. Eggert Ólafsson er fyrsti maðurinn, sem minnist á skeljar Tjörnes-laganna. 1764—65 safnar danski grasafræðingurinn }. G. König sæskeljnm hér við land. Þá minnist Ólafur Ólavíus í ferðabók sinni frá 1775—
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.