Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 14
8
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Svörtu deplarnir sýna, hvar skeljum hefur verið safnað við strendur íslands. (The Zoo-
logy o£ Iceland).
77 á skeljar. Bendir það til þess, að hann hefur eitthvað athugað hér
lindýr.
1780 ferðaðist hér færeyskur náttúrufræðingur (og málfræðingur),
Nicolai Mohr, og safnaði miklu af náttúrugripum, þar á meðal skel-
dýrum. Út kom svo bók eftir hann um Island: Forsög til en islandsk
Naturhistorie. Þá getur Sveinn læknir Pálsson um nokkrar tegundir
skelja í ferðabók sinni frá 1791—1797.
Á 19. öld safna hér ýmsir erlendir vísindamenn skeldýrum, og eru
þessir þeir helztu:
Sænski náttúrufræðingurinn O. Torell 1857, og er hann traustur
heimildarmaður John Jeffreys, liins lieimskunna, brezka skeldýra-
fræðings.
Sænsk-danski dýrafræðingurinn Otto Mörch 1868. Rit hans: Fau-
nula molluscorum Islandiae (Lindýrafána íslands) var hið merkasta
á sinni tíð, og lengi aðalheimildin um íslenzk skeldýr.
Þýzki skeldýrafræðingurinn T. A. Verkrúzen 1872.
Danski dýrafræðingurinn William Lundbeck 1892—93.
Um aldamótin 1900 eru íslenzkar skeldýrarannsóknir ekki komn-
ar lengra á veg en það, að þekktar samlokutegundir þá hér við land