Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 15

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 15
ÍSLENZKAR SÆSKELJAR 9 voru aðeins 54% af núverandi tegundafjölda. En þá verða veruleg straumhvörf í rannsóknunum. Fyrstu 20 ár aldarinnar eru margir, sem leggja hönd á plóginn. Tæknin hefur aukizt, svo að nú er hægt að gera athuganir á meira dýpi en áður. Unnu dönsku rannsóknar- skipin Ingolf, Tlior og Dana þar mikið og þarft verk. Af þeim, sem störfuðu að þeim rannsóknum, ber sérstaklega að nefna dönsku dýrafræðingana: A. C. Johansen (1901—02) og Adolf Jensen. Tveggja íslendinga, er söfnuðu skeldýrum eða unnu að rannsókn- um á þeim á þessu tímabili, get ég ekki annað en minnzt, og }:>að með aðdáun. Það eru þeir dr. Bjarni Sæmundsson og Guðmundur Bárð- arson, prófessor. Bjarni var að vísu enginn concholog eða skeldýra- fræðingur og skrifaði ekki um þau efni, en hann var ötull að safna skeldýrum sem öðru úr djúpurn hafsins og aflaði stundum fáséðra tegunda, sem geyma vandlega minningu hans í liinu íslenzka Nátt- úrugripasafni. Guðmundur er aftur á móti rneira en safnari. Hann reynir að afla sér sem fullkomnastrar þekkingar á útbreiðslu tegund- anna með eigin rannsóknum, gerðum af vísindalegri nákvæmni. I sambandi við þær athuganir liggur eftir hann löng og merk ritgerð um skeldýr við vesturströnd landsins: Om den marine Molluskfauna ved Vestkysten af Island. Og í skýrslu Hins íslenzka náttúrufræðifé- lags 1917—18 kom eftir hann Sœlindýr við ísland, þ. e. tæmandi teg- undaskrá yfir öll lindýr hér við land frarn að þeim tíma. í skrá þess- ari ber hver tegund íslenzkt heiti, og var það alger nýlunda. Voru flest heitin gerð af höfundinum sjálfum. Óhætt er að fullyrða, að enginn íslendingur fyrr né síðar hefur unnið íslenzkri skeldýrafræði meira gagn en Guðmundur Bárðarson, þó sleppt sé hinum strang- vísindalegu fornskeljarannsóknum hans á Tjörnesi og víðar. Á þremur síðastliðnum áratugum liafa nokkrir íslendingar safnað skeljum. Hjá sumum hefur sú söfnun verið aðeins sem liður í öðrum rannsóknum, t. d. rannsóknum á botndýralífi sjávarins. Aðrir hafa safnað sem áliugamenn. Meðal þessara manna má nefna: dr. Her- mann Einarsson, dr. Finn Guðmundsson og Díodemes Davíðsson, sem sérstaklega hefur safnað í Miðfii'ði N. Sjálfur hef ég safnað skelj- um síðan 1920 og athugað nokkuð eitt takmarkað svæði, Eyjafjörð N. Eins og er, eigurn við íslendingar engan skeldýrafræðing, því miður. Nýjustu heimildir um íslenzkar sæskeljar eru eftir danska dýra- fræðinginn Jenseníus Madsen og er að finna í Marine Bivalvia, sem út kom á ensku 1949, sem eitt af ritum The Zoology of Iceland. Er þar saman komin á einum stað öll sú þekking, sem fengin var um

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.