Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1952, Side 16

Náttúrufræðingurinn - 1952, Side 16
10 NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN Fundarstaðir nokkurra sjaldgæfra tegunda. — Tegundir, sem fundizt liafa á einum stað lifandi við ísland. Hvert hinna fjögurra merkja sýnir fundarstaðinn, og eru sam- kynja merki framan við tilsvarandi tegundir. útbreiðsla tegundanna fram að þeim tíma, auk ýmiss konar annars fróðleiks. V. Fjöldi skeljategunda vi8 ísland í hinu nýja skeldýratali eftir Jenseníus Madsen, eru nefndar alls 88 tegundir, sem nokkurn veginn er fullvíst, að fundizt hafa hér lif- andi. En einnig getur höfundurinn 4ra tegunda, sem mjög ferskar skeljar hafa fundizt af á minna en 400 metra dýpi, og því mjög senni- legt, að þær lifi einnig lífi sínu í „íslenzkri landhelgi“. Ég hef því leyft mér að bæta þessum tegundum við. Verða þá tegundirnar 92 að tölu. Ættirnar, er tegundir þessar teljast til, eru 30, 12 tegundir af 3 ættum teljast til jafntönnunga, 24 tegundir af 4 ættum til vanvöðv- unga og 56 tegundir til plötutdlkna og 23ja ætta. Þriðjungur allra tegundanna er fágætur. Ekkert verður sagt um það með vissu, hvort tegundum liefur raunverulega fjölgað við strendur landsins á síðasta aldarfjórðungi, þar sem rannsóknir framan af öldinni voru til þess alltof dreifðar og ófullnægjandi. Þó hygg ég fremur, að hinn vaxandi

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.