Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1952, Qupperneq 28

Náttúrufræðingurinn - 1952, Qupperneq 28
22 NÁTTÍJRUFRÆÐINGURINN sömu stefnu og fuglinn hafði, en fer eltki í boga langt niður fyrir hann. Það gerir hann aðeins, þegar hann beitir vænghnúunum (vængbarðinu). Hvernig fálkinn beitir sér á fluginu, þegar hann grípur fugl, sést einna gleggst á snögglendi, t. d. á veturna, þegar hann rennir sér nið- ur að særðri rjúpu, er liggur kyrr eða bröltir. Leynir sér þá ekki, hvernig hann dregur úr ferðinni með vængjum og stéli, rétt áður og eftir að hann grípur hana. Hreyfing fótanna er þá einnig áberandi. Við skulum nú víkja að hinni aðferðinni. Með henni er hann langöruggastur að særa fuglinn (rjúpu), en sá áfangi leiðir oftast á næstu augnabiikum til fullkomins sigurs. Margir gamlir fálkar eru undarlega leiknir, réttnefndir meistarar, í þessari list. Þeir vita bezt, hvað t. d. rjúpan, — þeirra lífsréttur — þarf h'tið til að fatast á flug- inu, og áður en lrún nær sér á strik aftur, er hún oftast orðin þeirra herfang. Þessa list sýnir fálkinn iíka hvað bezt á eftir rjúpum, sem hann rennir sér að hátt í lofti. Það augnablik, sem fálkinn ákveður að slá rjúpuna, rennir hann sér niður að henni nreð krepptum vængjum, þannig að hand- og arm- flugfjaðrir falla saman, og virðist hann oft þrýsta vængnum að síð- unum í upphafi lotunnar, til þess að mótstaða loftsins verði sem allra minnst og hann nái sem fyrst hraðanum, og því lóðréttara sem hann fellur, því meiri verður hann. Þannig klýfur fálkinn loftið eins og ör, og það augnablik, er loftvegir þeirra mætast, hefur hann ákveðið með hvaða vænghnúa hann greiðir henni höggið, en það fer eftir því, hvernig rjúpan snýst til varnar. Snögg hliðarsveifla frá fluglínu er hennar aðalvörn. Nær fálkinn þá oft ekki til hennar nema til að snerta stél eða handflugfjaðrir, en jafnvel það verður í mörgum til- fellum nægilegt til þess, að vörn hennar brestur.1 Rjúpur, urtir, hávellur o. fl. fugla slá fálkar oftast á flugi með vænghnúunum, þ. e. úlnliðshnútunum þar sem liand- og armflug- fjaðrir koma saman, og kemur því liöggið beint framan á legginn, á sama hátt og við greiðum högg með framréttum hnefa. Flestir aðrir fuglar, sem slá með vængjunum í sókn og vörn, liafa langtum lakari aðstöðu (álftir, gæsir o. m. fl.) til þess en fálkinn, en geta þó gefið merkilega skörp og áhrifarík högg. Stærri fugla eins og t. d. stokk- endur, gulendur, gæsir og jafnvel álftir, slá fálkar aftur á flugi á ann- an hátt, þannig, að þeir beita samhliða báðum klóm á afturtám og rispa með þeim eða skera inn í fuglinn á sama hátt eins og hnífsegg, 1) Því er ólíkt farið með frænda hans smyrilinn, sem alltaf notar fæturna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.