Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 30
24 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN skot klýfur fálki loftið yfir höfði mér og rennir sér að rjúpunni. Hún virðist skynja hann á síðustu stundu og sveiflar sér niður og til hliðar að brekkunni. Fálkinn hallar sér á hægri hlið að rjúpunni og virðist mér hann ná til hennar með vænghnúanum um leið og liann þýtur niður fyrir liana og beygir aftur á ská upp og snýr sér að henni. Rjúpan snýst í loftinu og kastar sér niður í kjarrið. Fálkinn þorir ekki að taka hana fyrir mér, en staðnæmist hátt í lofti yfir henni. Ég finn rjúpuna (kvenfugl), þar sem hún kúrir inn undir bjarkarstofni, næ henni og sé, að vinstri vængur hennar er brotinn, eða öllu heldur hlaupinn úr liði, þar sem mætast hand- og armflugfjaðrir. í svipuðu umhverfi í mollusnjó að vetrarlagi kemur rjúpa aðvíf- andi á mikilli ferð og stefnir í skógarhlíðina ofan við mig og er tals- vert hátt í lofti. Á sömu stundu rennir fálki sér niður að lienni, frá bjargabrúnum hátt uppi, og virðist hann fyrst kljúfa loftið næstum lóðrétt. Ég sé glöggt, að hann snýr annarri hliðinni að henni, þegar hann þýtur með geysihraða iangt niður fyrir hana. Höggið hitti; og rjúpan snýst við í loftinu og fellur niður í skóginn skammt neðan við mig. Ég hendist þangað og tek hana. Úr strjúpa hennar seytlar og ýrist blóð, því að hjartað virðist ennþá slá mjög títt. Höfuðið hef- ur slitnað af búknum við efsta hálsliðinn, og hálsinn stendur 3—4 cm fram úr fiðrinu, hamlaus og blóðugur. Það virðist eins og liöfuðið hafi verið slitið af bolnum af höggi, sem fyrst snerti um miðjan háls, því að þar virðist bjórinn slitinn sundur. Enn geng ég eftir bjargbrún móti snörpum vindi. Skyndilega kem- ur rjúpa á óvenjulegum hraða og stefnir niður fyrir bjargbrúnina rétt hjá mér. Dregur þá eitt augnablik úr ferð hennar, vegna þess að loftstraumurinn upp með bjarginu að neðan er svo kröftugur. Við það sveiflast rjúpan einnig til hliðar. Á þeirri stundu rennir fálki sér að henni á geysiferð, og ég sé glöggt, hvernig hann fjarlægir vængina frá síðunum um leið og hann sveiflar sér til hægri hliðar og virðist ná til að snerta hana með hægri vænghnúa um leið og hann þýtur niður hjá henni. Rjúpan margsnýst í loftinu á vinstri hlið og kemur niður í bratta brekku neðan við, skammt frá stórum steinum. Hún virðist átta sig samstundis og flögrar í áttina að steinunum með hjálp fóta og vængja. Áður en hún nær til þeirra, er fálkinn kominn að henni, slær út vængjum og stéli og grípur hana í klærnar og líður burtu með liana á hægu renniflugi. Ótal sinnum hef ég séð fálka taka þannig rjúpur á jörðu niðri, t. d.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.