Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 31
ÚR DAGBÓK. ÍSLENZKA FÁLKANS
25
ungamæður rétt við nefið á mér. Fótahreyfingar fálkans leyna sér
heldur ekki, þegar hann ætlar að gripa bráðina. Á sama hátt sést
glöggt, þegar fálkar slá með krepptum fótum á landi og á vatni, enda
er þá líka hraði þeirra mestur. Aftur á móti hef ég ekki getað greint
neinar fótahreyfingar, þegar fálkar slá stóra fugla á flugi. Þó hef ég
oft séð fálka í harðvítugum bardaga við hrafna og veiðibjöllur rétt
yfir höfði mér. Hefur mér þá sýnzt fálkinn stundum kreppa fæturna
fram og upp að kviðnum, en hafa tærnar útglenntar. í öllu falli hef-
ur krummi stundum losnað við fullmargar fjaðrir, þótt hann hafi
brugðið fyrir sig „baksundi" á fluginu og beitt nefinu, en það óttast
fálkinn mest. Bezti varnarstaður allra sundfugla gegn árásum fálkans
er vatnið. Stinga þeir sér eldsnöggt, áður en hann nær til þeirra, því
að höfuðið er sá bletturinn, sem á er rniðað. Þurfa smærri endur
ekki nema lítið högg, til þess að höfuðkúpan brotni.
Sem dærni um það, hvernig fálkinn beitir sér, þegar hann slær
fugla á landi og á vatni, er eftirfarandi saga, þótt gaman réði þar
meiru um aðför hans en alvara.
Harða vorið 1924 lá ég á greni seint í júní. Umhverfis það var enn
rennigaddur. Tófan hafði grafið sig marga faðma gegnum gaddinn
inn í urð við háa melbrún. Þar fann ég felustað milli steina. Yrðling-
arnir voru gamlir og furðu stórir. Einn þeirra kom oft út um munn-
ann, sem var á fönninni 12—14 m frá mér, og eftir miklar vangavelt-
ur tyllti hann sér á rassinn hjá munnabarminum og „spekúleraði“ í
þessu furðuverki, er hímdi rétt hjá honum. Klukkan 8 um kvöldið
rekur hvolpurinn enn út höfuðið og liorlir undan sól, því að birtan
af snjónum var mjög sterk. í sömu svifum kemur fálki úr norðvestri,
undan sól, og stefnir á mig. Skyndliega kreppir liann vængina, leggur
þá að síðunum, og rennir sér niður með vaxandi hraða og stefnir
beint á yrðlinginn. Þegar hann á stutt til jarðar, sé ég glöggt, að
krepptir fætur koma í augsýn og verða meira áberandi, er hann nálg-
ast. Og um leið og hann þeytist frarn, yfir yrðlinginn, virðast mér
þeir næstum lóðréttir frá ökla, en lær og sköflungur réttust ekki
neitt í líkingu við það, sem þeir gera venjulega, er þeir ætla að gtípa
í bráðina.
Viðbragðinu, sem hvolpurinn tók, ætla ég ekki að lýsa hér, en það
sýnir tvennt. Hið fyrra, að höggið snerti liann, hið síðara, að þetta
kom óvænt, eins og þruma úr heiðríkjunni.
Hér vil ég bæta við nokkrum frásögnum eftir suma af sýslungum