Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 34

Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 34
28 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN fálka grípa hávellur á flugi og fara með þær, einnig andarunga af grynningum á vatninu. Eitt sinn kom fálki að vetrarlagi með æðar- kollu í klónum utan frá sjó, en missti hana í vatnið skammt frá bænum. Ennfremur lenti fálki eitt sinn í sjóinn, er hann renndi sér að hávellu á fyrrnefndri vík í stormi. Tók Sigurður liann og ól hann í tvö ár. Átti hann þá eftir að fara til Þýzkalands, beinustu leið á fund Görings sáluga. Þá skeði það, svo að margir sáu, rétt við lilað- varpann í Leirhöfn, að fálki kom undan austanroki niður af fjallinu ofan við bæinn og renndi sér með jörð að andahóp, er sat þar á vatn- inu, og virtist grunlaus um hættu. En fálkinn stýrði ekki betur en það, að liann sló vængjunum í vatnið og varð að nauðlenda. Óð Sig- urður eftir honum og lét hann inn í fálkabúr sitt, Jrar sem liann hresstist skjótt. Skömmu eftir aldamót, eftir frásögn Kristjáns, bróð- ur Sigurðar, voru Jreir Leirhafnarbræður flestir staddir úti við á hlaðinu heima, sem hallar niður að vatninu. Var sólskin og bhða veður, enda komið fram um sumarmál. Undanfarin dægur hafði gengið norðan stórhríð með mikilli snjókomu og veðurofsa. Lá því þykkur skafl, er dregið hafði í skjólið suður af bænum, en smálækk- aði og hvarf að lókum á vatnsbakkanum þar skammt sunnan við. Uppi á þessum skafli sunnarlega var heimakötturinn að leika sér að mús, og sáu þeir bræður, að lífsneisti var með henni, því að kisa var að leika sér að því að lofa henni að fjarlægjast, og grípa hana svo aftur með annarri framlöppinni. Kemur Jrá fálki, sem áreiðanlega hafði einnig verið áhorfandi, niður af fjallinu austan við, og stefnir að kisu nreð vaxandi hraða, í sama mund og músin er að mjaka sér frá henni. Skipti það ekki togum, að fálkinn grípur músina rétt við trýnið á kisu, sem virtist ekki viðbúin árásinni. Þaut fálkinn á fall- egu skriði burt með músina í klónum. Þá fyrst áttaði kisa sig á því, sem skeð hafði, og sýndi hún það bezt með skottinu, að þessi enda- lok voru henni ekki að skapi, enda rnúsin henni eilíflega glötuð. Hlógu þeir bræður ósvikið að kisu, en dáðu á hina hlið dirfsku og hæfni fálkans að grípa músina, þar sem hann virtist á geysiferð. Að lokum er hér önnur saga hliðstæð. Snemma í júní 1925 sá ég eitt sinn fálka renna sér niður í fjalls- hhð, langt frá mannabyggðum. Vissi ég þá, að þar mundi ekki vera vinur lians á ferð, því að þetta endurtók hann nokkrum sinnum. Reyndist það líka svo, því að allt í einu stökk Jrar tófa upp úr skorn- ingi, og hafði hún rjúpu í kjaftinum. Snerist hún og virtist í vand- ræðum, hvað bezt væri að gera. Næstu mínútur sá ég glöggt í sjón-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.