Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 34
28 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN fálka grípa hávellur á flugi og fara með þær, einnig andarunga af grynningum á vatninu. Eitt sinn kom fálki að vetrarlagi með æðar- kollu í klónum utan frá sjó, en missti hana í vatnið skammt frá bænum. Ennfremur lenti fálki eitt sinn í sjóinn, er hann renndi sér að hávellu á fyrrnefndri vík í stormi. Tók Sigurður liann og ól hann í tvö ár. Átti hann þá eftir að fara til Þýzkalands, beinustu leið á fund Görings sáluga. Þá skeði það, svo að margir sáu, rétt við lilað- varpann í Leirhöfn, að fálki kom undan austanroki niður af fjallinu ofan við bæinn og renndi sér með jörð að andahóp, er sat þar á vatn- inu, og virtist grunlaus um hættu. En fálkinn stýrði ekki betur en það, að liann sló vængjunum í vatnið og varð að nauðlenda. Óð Sig- urður eftir honum og lét hann inn í fálkabúr sitt, Jrar sem liann hresstist skjótt. Skömmu eftir aldamót, eftir frásögn Kristjáns, bróð- ur Sigurðar, voru Jreir Leirhafnarbræður flestir staddir úti við á hlaðinu heima, sem hallar niður að vatninu. Var sólskin og bhða veður, enda komið fram um sumarmál. Undanfarin dægur hafði gengið norðan stórhríð með mikilli snjókomu og veðurofsa. Lá því þykkur skafl, er dregið hafði í skjólið suður af bænum, en smálækk- aði og hvarf að lókum á vatnsbakkanum þar skammt sunnan við. Uppi á þessum skafli sunnarlega var heimakötturinn að leika sér að mús, og sáu þeir bræður, að lífsneisti var með henni, því að kisa var að leika sér að því að lofa henni að fjarlægjast, og grípa hana svo aftur með annarri framlöppinni. Kemur Jrá fálki, sem áreiðanlega hafði einnig verið áhorfandi, niður af fjallinu austan við, og stefnir að kisu nreð vaxandi hraða, í sama mund og músin er að mjaka sér frá henni. Skipti það ekki togum, að fálkinn grípur músina rétt við trýnið á kisu, sem virtist ekki viðbúin árásinni. Þaut fálkinn á fall- egu skriði burt með músina í klónum. Þá fyrst áttaði kisa sig á því, sem skeð hafði, og sýndi hún það bezt með skottinu, að þessi enda- lok voru henni ekki að skapi, enda rnúsin henni eilíflega glötuð. Hlógu þeir bræður ósvikið að kisu, en dáðu á hina hlið dirfsku og hæfni fálkans að grípa músina, þar sem hann virtist á geysiferð. Að lokum er hér önnur saga hliðstæð. Snemma í júní 1925 sá ég eitt sinn fálka renna sér niður í fjalls- hhð, langt frá mannabyggðum. Vissi ég þá, að þar mundi ekki vera vinur lians á ferð, því að þetta endurtók hann nokkrum sinnum. Reyndist það líka svo, því að allt í einu stökk Jrar tófa upp úr skorn- ingi, og hafði hún rjúpu í kjaftinum. Snerist hún og virtist í vand- ræðum, hvað bezt væri að gera. Næstu mínútur sá ég glöggt í sjón-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.