Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 37
Sigurður Þórarinsson:
SéS frá þjóðvegi
Þótt margir jarðfræðingar hafi lagt leið sína um ísland, er landið
ennþá svo lítið kannað, að enn má næsta víða rekast á merkileg og
áður órannsökuð jarðfræðileg fyrirbæri. Það má jafnvel rekast á þau
bókstaflega á aðalþjóðvegum landsins, sem daglega eru farnir af
fjölda fólks. Hér skulu til gamans tekin tvö dæmi. Má vera, að ég
minnist á fleiri síðar.
I. Jaðarrásirnar við Másvatn
Þegar farið er úr Reykjadal yfir Laxárdalsheiði til Mývatns, liggur
þjóðvegurinn nokkurn spöl fram með vesturströnd Másvatns. Þeg-
ar kemur nokkuð suður með vatninu, verður þess vart, að vegur-
inn liggur eins og í öldum, yfir hverja lægðina eftir aðra, og breiða
lága hryggi á milli. Þegar kemur suðaustur fyrir vatnið, verður fyrir
hlið á girðingu, einni þeirra mörgu pestargirðinga, sem eru leiður
farartálmi flestu nema fjárpestunum. Þarna verða bílarnir að stað-
næmast, því að enginn hliðvörður er þar lengur. Ég vil ráðleggja
þeim, sem fara þarna um í birtu og góðu veðri, að neyta þá tækifær-
isins og líta dálítið kringum sig. Suður af Másvatni gengur mýri, sem
heitir Kæfumýri, og liggja ávalir ásar að henni að austan og vestan.
Heitir Víðafell að vestan, en Brattás og Selbunga að austan. Ásar
þessir eru vaxnir lynggróðri og lágvöxnu víðikjarri. Sé dálítið að-
gætt, má sjá, að skáhallt niður þær hlíðar ásanna, sem vita að mýr-
inni og vatninu, liggja rásir í áttina til vatnsins, hver ofan við aðra.
Má telja eitthvað 12—13 rásir að vestanverðu og álíka margar að
austanverðu. Ber mest á þessum rásum þegar sól er lágt á lofti, svo
að rásabarmarnir varpa skugga, virðast hlíðarnar þá eins og strikaðar
af dökkum, breiðum strikum. Má sjá þetta á 1. mynd, sem tekin er
móti vestri af þjóðveginum, skammt sunnan við pestargirðingarhlið-